Ofsaakstur ógnar börnum á leið í skóla 13. september 2006 14:00 MYND/Stefán Langflestir þeirra sem lögreglan hefur stöðvað vegna hraðaksturs í íbúðagötu í Breiðholtinu á síðustu dögum hafa verið á tvöföldum hámarkshraða. Lögreglan hefur þungar áhyggjur af ofsaakstri þar sem börn eru á leið í skóla. Lögreglan í Reykjavík hefur haldið uppi stífu umferðareftirliti í grennd við grunnskóla borgarinnar undanfarna daga. Í þeim hverfum þar sem hún hefur verið að hraðamæla er hámarkshraði þrjátíu kílómetrar á klukkustund sem þýðir að fari einhver yfir sextíu kílómetra hraða getur hann átt von á ökuleyfissviptingu. Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar í Reykjavík, segir það sláandi að á milli 70% til 90% þeirra sem stöðvaðir hafa verið vegna hraðaaksturs við Arnarbaka í Breiðholti síðustu daga hafa verið á tvöföldum hámarkshraða. Þessir einstaklingar eiga því von á því að missa ökuleyfi sitt. Hann segir þetta sérstaklega valda áhyggjum í ljósi þess að mörg börn á leið í skóla fara daglega yfir þessa götu. Margir afsaka hraðaaksturinn með því að þeir hafi hreinlega ekki séð merkingarnar. Guðbrandur segir merkingar góðar við götuna og þær ættu ekki að fara fram hjá neinum. Nokkrar hraðahindranir eru í hverfinu og virðast þær ekki skila nægum árangri. Guðbrandur segir að fólk hægi einungis á sér þegar það komi að hraðahindrunum en gefi svo í á milli þeirra. Lögreglan hefur mælt bifreiðar á allt að sjötíu og átta kílómetra hraða við þessa götu. Lögreglan hyggst halda áfram öflugu eftirliti við skólana næstu vikurnar. Fréttir Innlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Langflestir þeirra sem lögreglan hefur stöðvað vegna hraðaksturs í íbúðagötu í Breiðholtinu á síðustu dögum hafa verið á tvöföldum hámarkshraða. Lögreglan hefur þungar áhyggjur af ofsaakstri þar sem börn eru á leið í skóla. Lögreglan í Reykjavík hefur haldið uppi stífu umferðareftirliti í grennd við grunnskóla borgarinnar undanfarna daga. Í þeim hverfum þar sem hún hefur verið að hraðamæla er hámarkshraði þrjátíu kílómetrar á klukkustund sem þýðir að fari einhver yfir sextíu kílómetra hraða getur hann átt von á ökuleyfissviptingu. Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar í Reykjavík, segir það sláandi að á milli 70% til 90% þeirra sem stöðvaðir hafa verið vegna hraðaaksturs við Arnarbaka í Breiðholti síðustu daga hafa verið á tvöföldum hámarkshraða. Þessir einstaklingar eiga því von á því að missa ökuleyfi sitt. Hann segir þetta sérstaklega valda áhyggjum í ljósi þess að mörg börn á leið í skóla fara daglega yfir þessa götu. Margir afsaka hraðaaksturinn með því að þeir hafi hreinlega ekki séð merkingarnar. Guðbrandur segir merkingar góðar við götuna og þær ættu ekki að fara fram hjá neinum. Nokkrar hraðahindranir eru í hverfinu og virðast þær ekki skila nægum árangri. Guðbrandur segir að fólk hægi einungis á sér þegar það komi að hraðahindrunum en gefi svo í á milli þeirra. Lögreglan hefur mælt bifreiðar á allt að sjötíu og átta kílómetra hraða við þessa götu. Lögreglan hyggst halda áfram öflugu eftirliti við skólana næstu vikurnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira