Lögbrot að tilgreina ekki upprunaland hráefnis 20. september 2006 19:32 Dæmi eru um það á Íslandi að upprunaland hráefnis í matvörum sé ekki tilgreint á umbúðum. Talsmaður neytenda segir framleiðendum skylt að hafa þessar upplýsingar á umbúðunum. Í fréttum NFS í fyrradag var greint frá því að baktería í amerísku spínati, sem finna má í matvörutegundum hér á landi, hafi valdið veikindum hjá að minnsta kosti hundrað manns, og einu mannsláti, í Bandaríkjunum að undanförnu. Umrædd matvara var umsvifalaust innkölluð bæði hér og vestan hafs. Þrjár vörutegundir frá fyrirtækinu Hollt og gott eru á meðal þeirra vörutegunda sem voru innkallaðar, en þær eru merktar „Spínat", „Veislusalat" og „Kryddsalat". Á umbúðum vörutegundanna þriggja sem um ræðir kemur ekki fram upprunaland hráefnisins. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir þar ekki farið eftir lagabókstafnum. Vísar hann þar í lög um matvæli frá 1995 en þar segir m.a. í 11. grein að óheimilt sé að hafa matvæli á boðstólum eða dreifa þeim þannig að þau blekki kaupanda að því er varðar uppruna, tegund, gæðaflokkun, samsetningu magn, eðli eða áhrif. Máni Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Hollt og gott, segir að hráefnið sem fyrirtækið noti komi víðs vegar að, en þar sé ekki um að ræða fullunna vöru. Það sé síðan meðhöndlað og pakkað hér á landi. Og Máni segir að íslensk lög um matvæli og merkingar þeirra séu misvísandi. Aðspurður hvort þörf sé á skýrari lögum og reglum um þessi mál segir Gísli að það fari eftir því hvert framhald þessa máls verði; hvort heilbrigðisnefndir á vegum sveitarfélaganna geri eitthvað í þessu eða telji lögin óskýr. „Ég hef ekki tekið afstöðu til þess en ég geri ráð fyrir að það komi fljótlega í ljós hvort að eitthvað brugðist við þessu," segir Gísli. Við þetta má bæta að ekki er enn vitað hvort vörurnar sem innkallaðar voru hér á landi séu mengaðar af bakteríunni sem fannst í spínatinu vestan hafs. Niðurstöður eiga hins vegar að liggja fyrir á næstu dögum. Fréttir Innlent Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Dæmi eru um það á Íslandi að upprunaland hráefnis í matvörum sé ekki tilgreint á umbúðum. Talsmaður neytenda segir framleiðendum skylt að hafa þessar upplýsingar á umbúðunum. Í fréttum NFS í fyrradag var greint frá því að baktería í amerísku spínati, sem finna má í matvörutegundum hér á landi, hafi valdið veikindum hjá að minnsta kosti hundrað manns, og einu mannsláti, í Bandaríkjunum að undanförnu. Umrædd matvara var umsvifalaust innkölluð bæði hér og vestan hafs. Þrjár vörutegundir frá fyrirtækinu Hollt og gott eru á meðal þeirra vörutegunda sem voru innkallaðar, en þær eru merktar „Spínat", „Veislusalat" og „Kryddsalat". Á umbúðum vörutegundanna þriggja sem um ræðir kemur ekki fram upprunaland hráefnisins. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir þar ekki farið eftir lagabókstafnum. Vísar hann þar í lög um matvæli frá 1995 en þar segir m.a. í 11. grein að óheimilt sé að hafa matvæli á boðstólum eða dreifa þeim þannig að þau blekki kaupanda að því er varðar uppruna, tegund, gæðaflokkun, samsetningu magn, eðli eða áhrif. Máni Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Hollt og gott, segir að hráefnið sem fyrirtækið noti komi víðs vegar að, en þar sé ekki um að ræða fullunna vöru. Það sé síðan meðhöndlað og pakkað hér á landi. Og Máni segir að íslensk lög um matvæli og merkingar þeirra séu misvísandi. Aðspurður hvort þörf sé á skýrari lögum og reglum um þessi mál segir Gísli að það fari eftir því hvert framhald þessa máls verði; hvort heilbrigðisnefndir á vegum sveitarfélaganna geri eitthvað í þessu eða telji lögin óskýr. „Ég hef ekki tekið afstöðu til þess en ég geri ráð fyrir að það komi fljótlega í ljós hvort að eitthvað brugðist við þessu," segir Gísli. Við þetta má bæta að ekki er enn vitað hvort vörurnar sem innkallaðar voru hér á landi séu mengaðar af bakteríunni sem fannst í spínatinu vestan hafs. Niðurstöður eiga hins vegar að liggja fyrir á næstu dögum.
Fréttir Innlent Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira