Sagnfræðingar furða sig á takmörkunum á aðgangi að gögnum 20. september 2006 22:27 Þjóðskjalasafn Íslands MYND/GVA Stjórn Sagnfræðingafélags Íslands furðar sig á þeim takmörkunum sem eru á aðgangi að gögnum um símhleranir í vörslu Þjóðskjalasafns Íslands. Takmarkanirnar séu nýr tónn, og það sé áhyggjuefni. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur upplýsti fyrr á árinu að símar fjölda manna, þar á meðal alþingismanna, voru hleraðir í nokkrum tilvikum á kaldastríðsárunum. Margir telja svo gott sem augljóst að Kjartan Ólafsson, fyrrverandi þingmaður og formaður Sósíalistafélags Íslands, hafi verið einn þeirra sem varð fyrir þessum hlerunum. Þjóðskjalasafn Íslands hefur neitað Kjartani um sama aðgang að gögnum stjórnvalda um málið og Guðni fékk við rannsóknir sínar. Á fundi Sagnfræðingafélags Íslands í dag var meðal annars rætt um þessar takmarkanir safnsins að umræddum gögnum. Í ályktun stjórnarinnar segist hún furða sig á takmörkununum. Sjálfsagt sé að ákveðnar reglur gildi um aðgang að skjölum af þessu tagi, en afar varhugavert sé að þær hömlur vegi þyngra en réttur til rannsókna á liðinni tíð, að teknu tilliti til sjálfsagðra ákvæða um persónuvernd. Einn stjórnarmanna félagsins, Súsanna Margrét Gestsdóttir, segir sagnfræðinga hafa haft góðan aðgang að gögnum Þjóðskjalasafnins til þess og því erfitt að segja hvort þörf sé á að breyta reglum um aðgang að skjölum og upplýsingum sem þar eru eru geymd, í ljósi þessa máls. Henni skilst þó að verið sé að vinna að heildstæðum reglum um þessi mál í dómsmálaráðuneytinu. Takmörkun Kjartans að gögnum safnsins séu hins vegar nýr tónn hvað þetta varðar, og það sé vissulega áhyggjuefni. Fréttir Innlent Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Stjórn Sagnfræðingafélags Íslands furðar sig á þeim takmörkunum sem eru á aðgangi að gögnum um símhleranir í vörslu Þjóðskjalasafns Íslands. Takmarkanirnar séu nýr tónn, og það sé áhyggjuefni. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur upplýsti fyrr á árinu að símar fjölda manna, þar á meðal alþingismanna, voru hleraðir í nokkrum tilvikum á kaldastríðsárunum. Margir telja svo gott sem augljóst að Kjartan Ólafsson, fyrrverandi þingmaður og formaður Sósíalistafélags Íslands, hafi verið einn þeirra sem varð fyrir þessum hlerunum. Þjóðskjalasafn Íslands hefur neitað Kjartani um sama aðgang að gögnum stjórnvalda um málið og Guðni fékk við rannsóknir sínar. Á fundi Sagnfræðingafélags Íslands í dag var meðal annars rætt um þessar takmarkanir safnsins að umræddum gögnum. Í ályktun stjórnarinnar segist hún furða sig á takmörkununum. Sjálfsagt sé að ákveðnar reglur gildi um aðgang að skjölum af þessu tagi, en afar varhugavert sé að þær hömlur vegi þyngra en réttur til rannsókna á liðinni tíð, að teknu tilliti til sjálfsagðra ákvæða um persónuvernd. Einn stjórnarmanna félagsins, Súsanna Margrét Gestsdóttir, segir sagnfræðinga hafa haft góðan aðgang að gögnum Þjóðskjalasafnins til þess og því erfitt að segja hvort þörf sé á að breyta reglum um aðgang að skjölum og upplýsingum sem þar eru eru geymd, í ljósi þessa máls. Henni skilst þó að verið sé að vinna að heildstæðum reglum um þessi mál í dómsmálaráðuneytinu. Takmörkun Kjartans að gögnum safnsins séu hins vegar nýr tónn hvað þetta varðar, og það sé vissulega áhyggjuefni.
Fréttir Innlent Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira