Bátur frá björgunarsveitinni á Patreksfirði er nú á leið til hafnar með trillu í eftirdragi sem varð olíulaus í morgun. Þá var hún stödd um sjö sjómílur norður af Kópanesi sem er mitt á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Einn maður var um borð og amaði ekkert að honum. Björgunarbáturinn kom að trillunni á tólfta tímanum og reiknað er með að bátarnir komi til hafnar á Patreksfirði um klukkan hálfþrjú.
Á leið með trillu til Patreksfjarðar
