Fram fari óháð rannsókn á leyniþjónustu í kalda stríðinu 30. september 2006 12:26 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir Sjálfstæðisflokkinn eiga að koma hreint fram og láta fara fram óháða rannsókn á hvernig flokkurinn kom að rekstri leyniþjónustu hér á landi á tímum kalda stríðsins. Hann fagnar því að ríkisstjórnin ætli að breyta lögum til að auðvelda störf nefndar sem er að skoða gögn um símahleranir og starfsemi öryggislögreglu. Í fréttum NFS í gærkvöld sagði Geir H. Haarde forstætisráðherra um þær aðdróttanir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi rekið leyniþjónustu að þær væru fáránlegar og móðgandi og ættu ekki við rök að styðjast. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir það ekki stórbrotið hjá ráðherranum að snúa því upp í að spurningin sé móðgun. Það hafi aðeins eitt jákvætt komið frá forsætisráðherra í viðtalinu og það hafi verið fyrirheitið um að leggja öll spil á borðið í þessum málum. Það sé svo sannarlega ástæða til en Sjálfstæðisflokknum sé svona órótt vegna þess að það séu að verða þau merkilegu umskipti í málinu að sagan sé að sýkna þá sem bornir hafi verið þungum sökum og njósnað var um. Það hafi aldrei komið neitt fram um að þeir hafi haft nokkuð óþjóðhollt í huga. Steingrímur vill að Sjálfstæðisflokkurinn geri hreint fyrir sínum dyrum. Núverandi formaður flokksins eigi ekki að fara í það fúafen fara verja gjörðir manna fyrir áratugum. Það væri heiðarlegt og stórt í sniðum að hafa forgöngu um að skipa óháða nefnd, sannleiksnefnd, sem væri yfir alla tortryggni hafin, til að rannsaka málin ofan í kjölinn, leggja öll spil á borðið og hreinsa þennan kafla í sögu þjóðarinnar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir Sjálfstæðisflokkinn eiga að koma hreint fram og láta fara fram óháða rannsókn á hvernig flokkurinn kom að rekstri leyniþjónustu hér á landi á tímum kalda stríðsins. Hann fagnar því að ríkisstjórnin ætli að breyta lögum til að auðvelda störf nefndar sem er að skoða gögn um símahleranir og starfsemi öryggislögreglu. Í fréttum NFS í gærkvöld sagði Geir H. Haarde forstætisráðherra um þær aðdróttanir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi rekið leyniþjónustu að þær væru fáránlegar og móðgandi og ættu ekki við rök að styðjast. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, segir það ekki stórbrotið hjá ráðherranum að snúa því upp í að spurningin sé móðgun. Það hafi aðeins eitt jákvætt komið frá forsætisráðherra í viðtalinu og það hafi verið fyrirheitið um að leggja öll spil á borðið í þessum málum. Það sé svo sannarlega ástæða til en Sjálfstæðisflokknum sé svona órótt vegna þess að það séu að verða þau merkilegu umskipti í málinu að sagan sé að sýkna þá sem bornir hafi verið þungum sökum og njósnað var um. Það hafi aldrei komið neitt fram um að þeir hafi haft nokkuð óþjóðhollt í huga. Steingrímur vill að Sjálfstæðisflokkurinn geri hreint fyrir sínum dyrum. Núverandi formaður flokksins eigi ekki að fara í það fúafen fara verja gjörðir manna fyrir áratugum. Það væri heiðarlegt og stórt í sniðum að hafa forgöngu um að skipa óháða nefnd, sannleiksnefnd, sem væri yfir alla tortryggni hafin, til að rannsaka málin ofan í kjölinn, leggja öll spil á borðið og hreinsa þennan kafla í sögu þjóðarinnar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira