Linnulaus hernaður gegn jöfnuði 5. október 2006 12:21 Ríkisstjórnin hefur verið í linnulausum hernaði gegn jöfnuði og ójöfnuður hefur aukist á Íslandi á síðustu árum; þetta sagði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Forsætisráðherra segist hins vegar ekki vera andvaka þótt einhverjir aðilar hafi hagnast á viðskiptum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, óskaði eftir utandagskrár umræðum á Alþingi í dag um vaxandi ójöfnuð á Íslandi. Ingibjörg sagði að á síðustliðnum áratug, í tíð ríkisstjórnarinnar, hafi staðið yfir linnulaus hernaður gegn jöfnuði á Íslandi. Á heimasíðu ríkisskattstjóra komi fram að Ísland sé að færast úr hópi þeirra ríkja þar sem jöfnuður sé mestur í hóp þeirra ríkja þar sem jöfnuður sé minnstur. Ingibjörg sagði þúsundir fjölskyldna hér á landi með þrjár til þrjár og hálfa milljón króna í árstekjur og þær greiddu af þeim 23% skatt. Hins vegar væru hundruð fjölskyldna með tugir milljóna króna á mánuði í tekjur og greiddu þær aðeins 15% skatt. Þessi síðarnefndi hópur hafi umtalsverðar fjármagnstekjur. Um 1% hjóna á Íslandi eða 600 hjón hafi 60% allra fjármagnstekna hér á landi. Þessi hópur hafi 16,5 milljón króna í launatekjur en 95 milljónir króna í fjármagnstekjur. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði tiltekinn hóp hér á landi hafa efnast verulega vegna breyttrar aðstæðna og sífellt fleiri hafi hagnast á erlendum viðskiptum. Sumir af þeim greiði þó ekki alla sína skatta á Íslandi en það sé keppikefli að þeir borgi sín gjöld hér á landi. Geir sagði hækkun á kaupmætti vera nokkuð jafna ef sleppt væri þeim 5% sem væru í tekjuhæsta hópnum. Hann missi þó ekki svefn þó einhverjir aðilar hafi hagnast á viðskiptum. Fréttir Innlent Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Erlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur verið í linnulausum hernaði gegn jöfnuði og ójöfnuður hefur aukist á Íslandi á síðustu árum; þetta sagði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag. Forsætisráðherra segist hins vegar ekki vera andvaka þótt einhverjir aðilar hafi hagnast á viðskiptum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, óskaði eftir utandagskrár umræðum á Alþingi í dag um vaxandi ójöfnuð á Íslandi. Ingibjörg sagði að á síðustliðnum áratug, í tíð ríkisstjórnarinnar, hafi staðið yfir linnulaus hernaður gegn jöfnuði á Íslandi. Á heimasíðu ríkisskattstjóra komi fram að Ísland sé að færast úr hópi þeirra ríkja þar sem jöfnuður sé mestur í hóp þeirra ríkja þar sem jöfnuður sé minnstur. Ingibjörg sagði þúsundir fjölskyldna hér á landi með þrjár til þrjár og hálfa milljón króna í árstekjur og þær greiddu af þeim 23% skatt. Hins vegar væru hundruð fjölskyldna með tugir milljóna króna á mánuði í tekjur og greiddu þær aðeins 15% skatt. Þessi síðarnefndi hópur hafi umtalsverðar fjármagnstekjur. Um 1% hjóna á Íslandi eða 600 hjón hafi 60% allra fjármagnstekna hér á landi. Þessi hópur hafi 16,5 milljón króna í launatekjur en 95 milljónir króna í fjármagnstekjur. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði tiltekinn hóp hér á landi hafa efnast verulega vegna breyttrar aðstæðna og sífellt fleiri hafi hagnast á erlendum viðskiptum. Sumir af þeim greiði þó ekki alla sína skatta á Íslandi en það sé keppikefli að þeir borgi sín gjöld hér á landi. Geir sagði hækkun á kaupmætti vera nokkuð jafna ef sleppt væri þeim 5% sem væru í tekjuhæsta hópnum. Hann missi þó ekki svefn þó einhverjir aðilar hafi hagnast á viðskiptum.
Fréttir Innlent Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Erlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira