Maðurinn sló karlmann í andlitið með krepptum hnefa fyrir utan veitingahús í miðborg Reykjavíkur í nóvember 2003. Sá sem fyrir árásinni varð féll aftur fyrir sig á gangstéttarbrún, marðist og fékk skurð á hnakka.
Maðurinn réðst, ásamt tveimur öðrum mönnun, tæpum þremur mánuðum síðar, aftur á sama mann fyrir utan veitingastað í borginni og kjálkabrotnaði þá fórnarlambið.
Hérðasdómur dæmi manninn í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir árásirnar en hann var einnig sviptur ökuleyfi í þrjá mánuði vegna umferðarlagabrots.