Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, er ekki á meðal þeirra sem buðu sig fram í prófkjör hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi. Framboðsfrestur rann út í gærkvöldi og gefa 19 manns kost á sér.
Samkvæmt heimildum NFS höfðu ýmsir einstaklingar, einkum úr röðum gamalla Alþýðuflokksmanna, hvatt Jón Baldvin til að koma aftur inn á stjórnmálasviðið með framboði í Suðvesturkjördæmi.