Yoko Ono, ekkja bítilsins John Lennon, er nú stödd hér á landi en í þessari heimsókn sinni ætlar hún meðal annars að helga staðinn þar sem friðarsúlur hennar koma til með að rísa í Viðey.
Yoko Ono fékk hugmyndina að friðarsúlunni fyrir um 40 árum en botn súlunnar verður fylltur bænum og óskum fólks frá öllum þjóðum heimsins. Á morgun verður Ono viðstödd frumsýningu myndarinnar Bandaríkin gegn John Lennon og á mánudaginn veitir hún svo LennonOno friðarverðlaunin í Höfða.