Umhverfisstofnun getur gert betur 9. október 2006 18:06 Meginmarkmið stjórnvalda með stofnun Umhverfisstofnunar hafa aðeins að hluta náð fram að ganga. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Umhverfisstofnun. Fyrir þessu eru aðallega sagðar tvær ástæður. Umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun hafi ekki verið nógu samstíga í forgangsröðun málefna sem stofnunin sinnir og stofnunin hefur ekki nýtt sér að fullu möguleika sína til að ná fram aukinni hagkvæmni. Úr tilkynningu frá Ríkisendurskoðun: ,, Umhverfisstofnun var komið á fót árið 2003 með sameiningu fjögurra opinberra stofnana og er henni m.a. ætlað að stuðla að velferð almennings með því að beita sér fyrir heilnæmu umhverfi, öruggum neysluvörum og verndun og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Með sameiningunni var einkum leitast við að ná eftirfarandi markmiðum: Að einfalda og styrkja stjórnsýslu umhverfismála, að efla faglega þætti á þessu sviði, að stuðla að hagkvæmni í rekstri og að auðvelda stjórnvöldum að ná fram stefnumiðum sínum á sviði umhverfismála. Í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar er leitast við að meta hvernig til hafi tekist. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar er sú að ekki hafi gengið nægjanlega vel að ná upphaflegum markmiðum Umhverfisstofnunar sem reyndar hefðu mátt vera skýrari í upphafi. Sameiningin stuðlaði að vísu að fækkun í yfirstjórn þeirra málaflokka sem falla undir stofnunina og einfaldaði umsagnarferlið í málaflokkunum. Ekki liggja hins vegar fyrir skýrar vísbendingar um að stjórnsýsla umhverfismála hafi almennt styrkst með sameiningunni eða að hún hafi almennt stuðlað að hagkvæmni eða faglegri framþróun í þeim málaflokkum sem heyra undir Umhverfisstofnun. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að verkefni Umhverfisstofnunar eru mjög fjölþætt og umfangsmikil og að á hana hafa verið lagðar margvíslegar nýjar skyldur, m.a. vegna fjölda reglugerða sem varða aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Umhverfisstofnun telur sig ekki hafa fengið nægt fé með þessum verkefnum og hefur því farið fram á auknar fjárveitingar. Þá telur stofnunin sig skorta fé vegna rekstrar og viðhalds þjóðgarða. Ráðuneytið hefur ekki að öllu leyti fallist á þetta sjónarmið. Ríkisendurskoðun leggur áherslu á að umhverfisráðuneytið fari yfir þessi mál með stofnuninni og að þessir aðilar nái sameiginlegri niðurstöðu um forgangsröðun verkefna og fjárþörf stofnunarinnar. Í þessu samhengi telur Ríkisendurskoðun einnig mikilvægt að umhverfisráðuneytið ljúki við gerð árangursstjórnunarsamnings við stofnunina". Fréttir Innlent Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Sjá meira
Meginmarkmið stjórnvalda með stofnun Umhverfisstofnunar hafa aðeins að hluta náð fram að ganga. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Umhverfisstofnun. Fyrir þessu eru aðallega sagðar tvær ástæður. Umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun hafi ekki verið nógu samstíga í forgangsröðun málefna sem stofnunin sinnir og stofnunin hefur ekki nýtt sér að fullu möguleika sína til að ná fram aukinni hagkvæmni. Úr tilkynningu frá Ríkisendurskoðun: ,, Umhverfisstofnun var komið á fót árið 2003 með sameiningu fjögurra opinberra stofnana og er henni m.a. ætlað að stuðla að velferð almennings með því að beita sér fyrir heilnæmu umhverfi, öruggum neysluvörum og verndun og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Með sameiningunni var einkum leitast við að ná eftirfarandi markmiðum: Að einfalda og styrkja stjórnsýslu umhverfismála, að efla faglega þætti á þessu sviði, að stuðla að hagkvæmni í rekstri og að auðvelda stjórnvöldum að ná fram stefnumiðum sínum á sviði umhverfismála. Í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar er leitast við að meta hvernig til hafi tekist. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar er sú að ekki hafi gengið nægjanlega vel að ná upphaflegum markmiðum Umhverfisstofnunar sem reyndar hefðu mátt vera skýrari í upphafi. Sameiningin stuðlaði að vísu að fækkun í yfirstjórn þeirra málaflokka sem falla undir stofnunina og einfaldaði umsagnarferlið í málaflokkunum. Ekki liggja hins vegar fyrir skýrar vísbendingar um að stjórnsýsla umhverfismála hafi almennt styrkst með sameiningunni eða að hún hafi almennt stuðlað að hagkvæmni eða faglegri framþróun í þeim málaflokkum sem heyra undir Umhverfisstofnun. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að verkefni Umhverfisstofnunar eru mjög fjölþætt og umfangsmikil og að á hana hafa verið lagðar margvíslegar nýjar skyldur, m.a. vegna fjölda reglugerða sem varða aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Umhverfisstofnun telur sig ekki hafa fengið nægt fé með þessum verkefnum og hefur því farið fram á auknar fjárveitingar. Þá telur stofnunin sig skorta fé vegna rekstrar og viðhalds þjóðgarða. Ráðuneytið hefur ekki að öllu leyti fallist á þetta sjónarmið. Ríkisendurskoðun leggur áherslu á að umhverfisráðuneytið fari yfir þessi mál með stofnuninni og að þessir aðilar nái sameiginlegri niðurstöðu um forgangsröðun verkefna og fjárþörf stofnunarinnar. Í þessu samhengi telur Ríkisendurskoðun einnig mikilvægt að umhverfisráðuneytið ljúki við gerð árangursstjórnunarsamnings við stofnunina".
Fréttir Innlent Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Sjá meira