Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari hefur valið hópinn sem mætir Ungverjum í æfingaleikjum ytra í lok mánaðarins. Í hópnum er einn nýliði, Sigfús Sigfússon úr Fram.
Þrír leikmenn eru frá vegna meiðsla, þeir Roland Valur Eradze, Jaliesky Garcia Padron og Sverre Jakobsson. Leikirnir fara fram 27. og 28 október, en landsliðið verður í æfingabúðum í Frankfurt í Þýskalandi frá 23. október og fram að leikjunum við Ungverja.
Hópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum:
Birkir Ívar Guðmundsson, Tus Lübbecke
Björgvin Gústafsson, Fram
Alexander Petterson, Grosswallstadt
Arnór Atlason, FC Köbenhavn
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Lemgo
Einar Hólmgeirsson, Grosswallstadt
Guðjón Valur Sigurðsson, Gummersbach
Logi Geirsson, Lemgo
Markús Máni Michaelsson, Valur
Ólafur Stefánsson, Ciudad Real
Ragnar Óskarsson,Ivry
Róbert Gunnarsson,Gummersbach
Sigfús Páll Sigfússon, Fram
Sigfús Sigurðsson, Ademar Leon
Snorri Steinn Guðjónsson, Minden
Vignir Svavarsson, Skern