Árás á vígi hryðjuverkamanna æfð í Hvalfirði 16. október 2006 20:28 Vopnaðir íslenskir sérsveitarmenn flugu með öflugustu þyrlu Bandaríkjahers þegar þeir æfðu árás á vígi hryðjuverkamanna í Hvalfirði í morgun. Sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra og sprengjusveitarmenn Landhelgisgæslunnar eru komnar um borð í bandaríska flugmóðurskipið WASP í Sundahöfn. Menn ímynda sér að hryðjuverkamenn séu að búnir að hreiðra um í afviknum stað í Hvalfirði og það á að leggja til atlögu gegn þeim. Bandaríkjaher leggur til sína öflugustu þyrlu, MH 53 Seadragon, til að flytja íslensku sérsveitarmennina á vettvang. Þyrlan er með þrjá mótora upp á samtals 13 þúsund hestöfl sem knýja eina skrúfu og með slíkt afl finna menn lítið fyrir fjallaókyrrð í norðaustan hvassviðri þegar flogið er inn hvítfyssandi Hvalfjörðinn. Um leið og þyrlan hefur snert jörðina stökkva sérsveitarmenn frá borði og hlaupa í átt að gömlu olíustöðinni. Þeir eru vopnaðir vélbyssum og skammbyssum og viðbúnir því að mæta skothríð hryðjuverkamanna, sem sagður eru vera búnir að koma sér upp aðstöðu til sprenguefnagerðar á svæðinu og taldir hafast við í svörtum gámum en snarlega eru umkringdir. Sérsveitarmenn hika hins vegar við að ráðast inn því þeir telja sig sjá sprengjugildru og bakka frá meðan henni er eytt með sérstöku tæki. Það er eins konar vatnsbyssa sem skýtur vatni með sprengihleðslu. Að sögn Sigurður Ásgrímsson, hjá sprengjudeild Landhelgisgæslunnar, eyðir það sprengjum í 99% tilvika áður en þær springa. En áður en ráðist er til atlögu við hreiður hryðjuverkamannanna kastar sérsveitarmaður sprengju inn, svokallaðri starfasprengju. Guðmundur Ómar Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir henni hent inn á undan til að frysta vettvang. Annarri sprengju er síðan kastað upp á næstu hæð til að yfirbuga óvininn. Guðmundur Ómar segir þessa æfingu hafa mikla þýðingu fyrir sérsveitarmenn. Þeir komist í tæki á borð við þyrluna og geti æft með henni þar sem henni er flogið á staðinn. Þeir fái auk þess að reyna á að fara um borð og frá borði líkt og á vettvangi væri. Hlutverk Bandaríkjahers í æfingunni að þessu sinni var einungis það að flytja íslensku sérsveitarmennina á vettvang. Þarna ná hins vegar starfsmenn bæði ríkislögreglustjóra og landhelgisgæslu að æfa saman. Sigurður segir að áherslur við æfingar og hvað sé æft hafi vissulega breyst með brotthvarfi varnarliðs Bandaríkjamanna. Sveitarmenn ríkislögreglustjóra og landhelgisgæslu æfi mikið saman og byggi upp samstarf meira og meira. Það reyni á þessa aðila og öll öryggismál í landinu og mestu skipti að þessi embætti standi saman. Guðmundur Ómar segir það ekki nýtt að æfa gegn ímynduðum hryðjuverkamönnum. Svo sé mikilvægt að sprengjusérfræðingar ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslu nái að æfa saman. Þyrlan stóra, sem flutti sérsveitina, er það öflug að hún getur flutt 55 manns í einu. Hún tilheyrir flugmóðurskipinu WASP en áætlað er að það sigli úr Sundahöfn klukkan átta í fyrramálið áleiðis til Bandaríkjanna. Fréttir Innlent Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Vopnaðir íslenskir sérsveitarmenn flugu með öflugustu þyrlu Bandaríkjahers þegar þeir æfðu árás á vígi hryðjuverkamanna í Hvalfirði í morgun. Sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra og sprengjusveitarmenn Landhelgisgæslunnar eru komnar um borð í bandaríska flugmóðurskipið WASP í Sundahöfn. Menn ímynda sér að hryðjuverkamenn séu að búnir að hreiðra um í afviknum stað í Hvalfirði og það á að leggja til atlögu gegn þeim. Bandaríkjaher leggur til sína öflugustu þyrlu, MH 53 Seadragon, til að flytja íslensku sérsveitarmennina á vettvang. Þyrlan er með þrjá mótora upp á samtals 13 þúsund hestöfl sem knýja eina skrúfu og með slíkt afl finna menn lítið fyrir fjallaókyrrð í norðaustan hvassviðri þegar flogið er inn hvítfyssandi Hvalfjörðinn. Um leið og þyrlan hefur snert jörðina stökkva sérsveitarmenn frá borði og hlaupa í átt að gömlu olíustöðinni. Þeir eru vopnaðir vélbyssum og skammbyssum og viðbúnir því að mæta skothríð hryðjuverkamanna, sem sagður eru vera búnir að koma sér upp aðstöðu til sprenguefnagerðar á svæðinu og taldir hafast við í svörtum gámum en snarlega eru umkringdir. Sérsveitarmenn hika hins vegar við að ráðast inn því þeir telja sig sjá sprengjugildru og bakka frá meðan henni er eytt með sérstöku tæki. Það er eins konar vatnsbyssa sem skýtur vatni með sprengihleðslu. Að sögn Sigurður Ásgrímsson, hjá sprengjudeild Landhelgisgæslunnar, eyðir það sprengjum í 99% tilvika áður en þær springa. En áður en ráðist er til atlögu við hreiður hryðjuverkamannanna kastar sérsveitarmaður sprengju inn, svokallaðri starfasprengju. Guðmundur Ómar Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir henni hent inn á undan til að frysta vettvang. Annarri sprengju er síðan kastað upp á næstu hæð til að yfirbuga óvininn. Guðmundur Ómar segir þessa æfingu hafa mikla þýðingu fyrir sérsveitarmenn. Þeir komist í tæki á borð við þyrluna og geti æft með henni þar sem henni er flogið á staðinn. Þeir fái auk þess að reyna á að fara um borð og frá borði líkt og á vettvangi væri. Hlutverk Bandaríkjahers í æfingunni að þessu sinni var einungis það að flytja íslensku sérsveitarmennina á vettvang. Þarna ná hins vegar starfsmenn bæði ríkislögreglustjóra og landhelgisgæslu að æfa saman. Sigurður segir að áherslur við æfingar og hvað sé æft hafi vissulega breyst með brotthvarfi varnarliðs Bandaríkjamanna. Sveitarmenn ríkislögreglustjóra og landhelgisgæslu æfi mikið saman og byggi upp samstarf meira og meira. Það reyni á þessa aðila og öll öryggismál í landinu og mestu skipti að þessi embætti standi saman. Guðmundur Ómar segir það ekki nýtt að æfa gegn ímynduðum hryðjuverkamönnum. Svo sé mikilvægt að sprengjusérfræðingar ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslu nái að æfa saman. Þyrlan stóra, sem flutti sérsveitina, er það öflug að hún getur flutt 55 manns í einu. Hún tilheyrir flugmóðurskipinu WASP en áætlað er að það sigli úr Sundahöfn klukkan átta í fyrramálið áleiðis til Bandaríkjanna.
Fréttir Innlent Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira