Fulltrúar frá stórfyrirtækinu Dow Corning og dótturfélagi þess, heimsóttu Ísland í síðustu viku til að kanna kosti þess að reisa stóra verksmiðju í hátækniiðnaði hér á landi. Þykir Grundartangi ákjósanlegasti staðurinn, en um tíma var einnig rætt um Eyjafjörð og Þorlákshöfn. Virðast þeir staðsetningarkostir út úr myndinni að því er fram kemur á vefsíðunni Hvalfjörður.is. Fyrirtækið er að leita að stað til að framleiða sérstakan kísilmálm, sem notaður er í sólarrafhlöðu.
Grundartangi ákjósanlegur fyrir hátækniiðnað
