Starfsmenntasjóðir atvinnulífsins misnotaðir 26. október 2006 22:30 Það er mat Starfsgeinasambandsins að óeðlilegt sé að starfsmenntasjóðir atvinnulífsins, sem ætlaðir séu lægst launaða fólki landisins til menntunar, séu notaðir í jafn ríkum mæli og raun beri vitni, til styrktar íslenskukennslu útlendinga. Þetta kemur fram í pistli á vefsíðu sambandsins. Þar segir að slíkt eigi að vera á ábyrgð samfélagsins alls. Samtök atvinnulífsins og SGS muni sameiginlega óska eftir því við ríkisstjórnina að brugðist verði nú þegar við fyrirséðum vanda, vegna stöðugt vaxandi fjölda útlendinga á vinnumarkaði. SA og SGS hafa ákveðið að koma sameiginlega á framfæri við ríkistjórnina, óskum um verulaga aukið framlag ríkissjóðs til íslenskukennslu útlendinga á vinnumarkaði. Starfsmenntasjóðir atvinnulífsins ráða ekki við verkefnið og það hafi heldur aldrei ætlunin að þeir tæku að sér svo umfangsmikla samfélagsþjónustu, þótt frumkvæðið hafi vissulega verið þeirrra til að bregast við brýnni þörf. Fram kemur í pistlinum að á tímabilinu 2004 til maí 2006 hafa Starfsmenntasjóðir SGS félaganna, Landsmennt og Starfsafl (Flóabandalagið) styrkt íslenskukennslu á vettvangi fyrirtækja og einstaklinga beint með sem samsvari um 48,7 milljónum króna. Árið 2005 hafi framangreindir sjóðir styrkt íslenskukennslu í atvinnulífinu með 16,5 milljóna króna framlagi en á sama tíma hafi fjárveiting ríkissjóðs vegna íslenskukennslu verið 17,3 milljónir króna. Í pistlinum segir ennfremur að á þessu ári stefni í verulega aukna íslenskukennslu hjá fræðsluaðilum, símenntunarmiðstöðvunum á landsbyggðinni og Mími símenntun í Reykjavík og álag á fræðslusjóðina, sem styrkt hafa kennsluna, muni því aukast. Frá janúar fram í maí í ár hafa framangreindir fræðslusjóðir greitt styrki sem nemi 11,7 milljónum króna, en fjárveiting ríkissjóðs 2006 sé alls kr. 18,8 milljónir króna. Þessi kostnaður hafi hingað til ekki lagst þungt á aðra starfsmenntasjóði SA og stéttarfélaga en hins vegar séu sterkar vísbendingar um að það muni breytast á næstu misserum, þar sem útlendingum fari nú ört fjölgandi í hópum verslunarfólks og sjómanna. Í pistlinum á vef Starfsgreinasambandsins segir að Fræðslunet Austurlands sé dæmigerð símenntunarmiðstöð sem hafi skipulagt íslenskukennslu á landsbyggðinni. Kostnaður Fræðslunetsins við íslenskukennsluna árið 2005 og á vormisseri 2006 hafi numið 11,2 milljónum króna, vegna 273 nemenda á 36 námskeiðum. Styrkur ríkisins vegna þessa verkefnis hafi hins vegar aðeins verið 2,7 milljónir. Á haustmisseri 2006 er kostnaður Fræðslunetsins orðinn um 8,3 milljónir vegna 182 nemenda í 19 hópum. Landsmennt, starfsmenntasjóður SGS félaga á landsbygðinni mun styrkja verkefnið á haustmisseri verulega, en mikil óvissa er hins vegar um mótframlag ríkissjóðs eða hvort það verður yfirleitt nokkuð. Á vefsíðu SGS segir að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2007 sé gert ráð fyrir 19,6 milljónum vegna íslenskukennslunnar. Upphæðin muni engan vegin duga til að mæta vaxandi þörf vegna fjölgunar útlendinga á vinnumarkaði. Útlendingar á vinnumarkaði hafi verið um 9.000 árið 2005. Á þessu ári hafi Þjóðskrá afgreitt um 6.000 nýjar kennitölur vegna útlendinga, þar af um 4.000 frá 1. maí sl., auk þess sem um 2.000 einstaklingar séu á afgreiðsluskrá Þjóðskrárinnar. Fréttir Innlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Það er mat Starfsgeinasambandsins að óeðlilegt sé að starfsmenntasjóðir atvinnulífsins, sem ætlaðir séu lægst launaða fólki landisins til menntunar, séu notaðir í jafn ríkum mæli og raun beri vitni, til styrktar íslenskukennslu útlendinga. Þetta kemur fram í pistli á vefsíðu sambandsins. Þar segir að slíkt eigi að vera á ábyrgð samfélagsins alls. Samtök atvinnulífsins og SGS muni sameiginlega óska eftir því við ríkisstjórnina að brugðist verði nú þegar við fyrirséðum vanda, vegna stöðugt vaxandi fjölda útlendinga á vinnumarkaði. SA og SGS hafa ákveðið að koma sameiginlega á framfæri við ríkistjórnina, óskum um verulaga aukið framlag ríkissjóðs til íslenskukennslu útlendinga á vinnumarkaði. Starfsmenntasjóðir atvinnulífsins ráða ekki við verkefnið og það hafi heldur aldrei ætlunin að þeir tæku að sér svo umfangsmikla samfélagsþjónustu, þótt frumkvæðið hafi vissulega verið þeirrra til að bregast við brýnni þörf. Fram kemur í pistlinum að á tímabilinu 2004 til maí 2006 hafa Starfsmenntasjóðir SGS félaganna, Landsmennt og Starfsafl (Flóabandalagið) styrkt íslenskukennslu á vettvangi fyrirtækja og einstaklinga beint með sem samsvari um 48,7 milljónum króna. Árið 2005 hafi framangreindir sjóðir styrkt íslenskukennslu í atvinnulífinu með 16,5 milljóna króna framlagi en á sama tíma hafi fjárveiting ríkissjóðs vegna íslenskukennslu verið 17,3 milljónir króna. Í pistlinum segir ennfremur að á þessu ári stefni í verulega aukna íslenskukennslu hjá fræðsluaðilum, símenntunarmiðstöðvunum á landsbyggðinni og Mími símenntun í Reykjavík og álag á fræðslusjóðina, sem styrkt hafa kennsluna, muni því aukast. Frá janúar fram í maí í ár hafa framangreindir fræðslusjóðir greitt styrki sem nemi 11,7 milljónum króna, en fjárveiting ríkissjóðs 2006 sé alls kr. 18,8 milljónir króna. Þessi kostnaður hafi hingað til ekki lagst þungt á aðra starfsmenntasjóði SA og stéttarfélaga en hins vegar séu sterkar vísbendingar um að það muni breytast á næstu misserum, þar sem útlendingum fari nú ört fjölgandi í hópum verslunarfólks og sjómanna. Í pistlinum á vef Starfsgreinasambandsins segir að Fræðslunet Austurlands sé dæmigerð símenntunarmiðstöð sem hafi skipulagt íslenskukennslu á landsbyggðinni. Kostnaður Fræðslunetsins við íslenskukennsluna árið 2005 og á vormisseri 2006 hafi numið 11,2 milljónum króna, vegna 273 nemenda á 36 námskeiðum. Styrkur ríkisins vegna þessa verkefnis hafi hins vegar aðeins verið 2,7 milljónir. Á haustmisseri 2006 er kostnaður Fræðslunetsins orðinn um 8,3 milljónir vegna 182 nemenda í 19 hópum. Landsmennt, starfsmenntasjóður SGS félaga á landsbygðinni mun styrkja verkefnið á haustmisseri verulega, en mikil óvissa er hins vegar um mótframlag ríkissjóðs eða hvort það verður yfirleitt nokkuð. Á vefsíðu SGS segir að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2007 sé gert ráð fyrir 19,6 milljónum vegna íslenskukennslunnar. Upphæðin muni engan vegin duga til að mæta vaxandi þörf vegna fjölgunar útlendinga á vinnumarkaði. Útlendingar á vinnumarkaði hafi verið um 9.000 árið 2005. Á þessu ári hafi Þjóðskrá afgreitt um 6.000 nýjar kennitölur vegna útlendinga, þar af um 4.000 frá 1. maí sl., auk þess sem um 2.000 einstaklingar séu á afgreiðsluskrá Þjóðskrárinnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira