Guðbjartur og Séra Karl eru sigurvegarar 29. október 2006 23:31 Guðbjartur Hannesson, skólastjóri á Akranesi, varð efstur í próffkjöri Samfylkingar í NV kjördæmi og gæti tekið við þingsæti Jóhanns Ársælssonar, sem gaf ekki kost á sér. Karl Matthíasson, sem var þingmaður fyrir Samfylkinguna 2001-2003, varð í öðru sæti og endurheimtir því e.t.v. þingsæti sitt. Anna Kristín Gunnarsdóttir, sem hefur skipað hitt þingsæti Samfylkingar í NV kjördæmi á þessu kjörtímabili, varð í þriðja sæti, en flokkurinn fékk aðeins tvo þingmenn í kjördæminu í Alþingiskosningunum 2003 og Anna Kristín gæti því misst sæti sitt á þingi. Um 1700 manns kusu í 16 kjördeildum í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Atkvæði voru talin á Akranesi. Lokastaða fjögurra efstu frambjóðendanna varð þessi: 1. Guðbjartur Hannesson, skólastjóri, Akranesi - 477 atkvæði í 1. 2. Séra Karl Matthíasson, fyrrverandi alþingismaður, Reykjavík - 552 atkvæði í 1.-2. 3. Anna Kristín Gunnarsdóttir, alþingismaður, Sauðárkróki - 582 atkvæði í 1.-3. 4. Sigurður Pétursson, bæjarfulltrú, Ísafirði - 790 í 1.-4.Leiðir lista Samfylkingarinnar í NV kjördæmiGuðbjartur Hannesson er 56 ára, kennari að mennt frá Kennaraskóla Íslands en einnig með tómstundakennarapróf frá Kaupmannahöfn, stjórnunarnám frá Kennaraháskóla Íslands og meistaranám í "Fjármálum og menntun" frá Lundúnarháskóla.Guðbjartur hefur verið skólastjóri Grundaskóla á Akranesi í 25 ár eða frá stofnun skólans og sat í bæjarstjórn og bæjarráði Akraness í 12 ár þar sem hann m.a. gengdi embætti formanns bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar. Guðbjartur starfaði 5 ár í bankaráði Landsbanka Íslands og var jafnframt eitt ár í bankaráði Heritable-banka í London (eign LÍ). Hann hefur víðtæka reynslu á sviði stjórnunar og hefur gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum á vegum sveitarfélagsins og svæðisskrifstofu Vesturlands.Guðbjartur sat í miðstjórn og framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins og gegndi þar formennsku. Hann er einn af stofnfélögum Samfylkingarinnar og fyrsti formaður Akraneslistans forvera Samfylkingarinnar á Akranesi. Hann er í Framtíðarhópi Samfylkingarinnar.Guðbjartur er giftur Sigrúnu Ásmundsdóttur iðjuþjálfa. Þau eiga tvær dætur, Birnu og Hönnu Maríu. Innlent Stj.mál Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Guðbjartur Hannesson, skólastjóri á Akranesi, varð efstur í próffkjöri Samfylkingar í NV kjördæmi og gæti tekið við þingsæti Jóhanns Ársælssonar, sem gaf ekki kost á sér. Karl Matthíasson, sem var þingmaður fyrir Samfylkinguna 2001-2003, varð í öðru sæti og endurheimtir því e.t.v. þingsæti sitt. Anna Kristín Gunnarsdóttir, sem hefur skipað hitt þingsæti Samfylkingar í NV kjördæmi á þessu kjörtímabili, varð í þriðja sæti, en flokkurinn fékk aðeins tvo þingmenn í kjördæminu í Alþingiskosningunum 2003 og Anna Kristín gæti því misst sæti sitt á þingi. Um 1700 manns kusu í 16 kjördeildum í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Atkvæði voru talin á Akranesi. Lokastaða fjögurra efstu frambjóðendanna varð þessi: 1. Guðbjartur Hannesson, skólastjóri, Akranesi - 477 atkvæði í 1. 2. Séra Karl Matthíasson, fyrrverandi alþingismaður, Reykjavík - 552 atkvæði í 1.-2. 3. Anna Kristín Gunnarsdóttir, alþingismaður, Sauðárkróki - 582 atkvæði í 1.-3. 4. Sigurður Pétursson, bæjarfulltrú, Ísafirði - 790 í 1.-4.Leiðir lista Samfylkingarinnar í NV kjördæmiGuðbjartur Hannesson er 56 ára, kennari að mennt frá Kennaraskóla Íslands en einnig með tómstundakennarapróf frá Kaupmannahöfn, stjórnunarnám frá Kennaraháskóla Íslands og meistaranám í "Fjármálum og menntun" frá Lundúnarháskóla.Guðbjartur hefur verið skólastjóri Grundaskóla á Akranesi í 25 ár eða frá stofnun skólans og sat í bæjarstjórn og bæjarráði Akraness í 12 ár þar sem hann m.a. gengdi embætti formanns bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar. Guðbjartur starfaði 5 ár í bankaráði Landsbanka Íslands og var jafnframt eitt ár í bankaráði Heritable-banka í London (eign LÍ). Hann hefur víðtæka reynslu á sviði stjórnunar og hefur gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum á vegum sveitarfélagsins og svæðisskrifstofu Vesturlands.Guðbjartur sat í miðstjórn og framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins og gegndi þar formennsku. Hann er einn af stofnfélögum Samfylkingarinnar og fyrsti formaður Akraneslistans forvera Samfylkingarinnar á Akranesi. Hann er í Framtíðarhópi Samfylkingarinnar.Guðbjartur er giftur Sigrúnu Ásmundsdóttur iðjuþjálfa. Þau eiga tvær dætur, Birnu og Hönnu Maríu.
Innlent Stj.mál Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira