Íbúar við Höfðatorg mótmæla skipulagi 13. nóvember 2006 17:20 Sól og skjól eru einkunnarorð fyrir háreista íbúðabyggð sem fyrirhugað er að rísi við Skúlatúnsreit við Höfða gangi nýtt deiliskipulag eftir. Þrír turnar, 14 til 19 hæða háir, munu hins vegar stuðla að skugga og sólarleysi fyrir lágreista nágrannabyggðina og íbúarnir mótmæla harðlega. Talsmaður íbúa í Túnahverfi við Höfðatorg afhenti í dag fulltrúum borgarstjórnar formleg mótmæli vegna nýs deiliskipulags. Yfir 200 íbúar skrifuðu undir, en þeir eru ósáttir við hærri byggingar en gert var ráð fyrir í fyrra skipulagi, sérstaklega þrjá turna, 14 til 19 hæða háa. Ragnheiður Liljudóttir er talsmaður íbúa í hverfinu. Hún segir nafn fyrirhugaðs kjarna vera kallaðan Sól og Skjól, og það muni einmitt veita íbúum þess það, hins vegar muni láreista byggðin í Túnunum falla í skuggann í bókstaflegri merkingu. Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Samfylkingar deilir áhyggjum íbúa. Hann segir mjög þröngt vera orðið um hús á svæðinu, þarna sé hætta á að verði kulsælt og of langt hafi verið gengið í framkvæmdum. Ragnheiður tekur sem dæmi að á sumarsólstöðum verði skuggi byrjaður að leggjast yfir hverfið um klukkan 16 og taki þar af leiðandi kvöldsól af íbúum. Það muni rýra verðmæti eignanna. Þá telja íbúar aukna umferð sem skapist muni hafa verulega slæm áhrif fyrir hverfið. Íbúasamtök Laugardals boða til fundar um málið klukkan 20 í kvöld í safnaðarheimili Áskirkju. Fréttir Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Sól og skjól eru einkunnarorð fyrir háreista íbúðabyggð sem fyrirhugað er að rísi við Skúlatúnsreit við Höfða gangi nýtt deiliskipulag eftir. Þrír turnar, 14 til 19 hæða háir, munu hins vegar stuðla að skugga og sólarleysi fyrir lágreista nágrannabyggðina og íbúarnir mótmæla harðlega. Talsmaður íbúa í Túnahverfi við Höfðatorg afhenti í dag fulltrúum borgarstjórnar formleg mótmæli vegna nýs deiliskipulags. Yfir 200 íbúar skrifuðu undir, en þeir eru ósáttir við hærri byggingar en gert var ráð fyrir í fyrra skipulagi, sérstaklega þrjá turna, 14 til 19 hæða háa. Ragnheiður Liljudóttir er talsmaður íbúa í hverfinu. Hún segir nafn fyrirhugaðs kjarna vera kallaðan Sól og Skjól, og það muni einmitt veita íbúum þess það, hins vegar muni láreista byggðin í Túnunum falla í skuggann í bókstaflegri merkingu. Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Samfylkingar deilir áhyggjum íbúa. Hann segir mjög þröngt vera orðið um hús á svæðinu, þarna sé hætta á að verði kulsælt og of langt hafi verið gengið í framkvæmdum. Ragnheiður tekur sem dæmi að á sumarsólstöðum verði skuggi byrjaður að leggjast yfir hverfið um klukkan 16 og taki þar af leiðandi kvöldsól af íbúum. Það muni rýra verðmæti eignanna. Þá telja íbúar aukna umferð sem skapist muni hafa verulega slæm áhrif fyrir hverfið. Íbúasamtök Laugardals boða til fundar um málið klukkan 20 í kvöld í safnaðarheimili Áskirkju.
Fréttir Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira