Um tvö hundruð manns hafa svarað kalli Blóðbankans og gefið blóð í dag en skortur hefur verið á blóði í bankanum.
Sigríður Ósk Lárusdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Blóðbankanum, segir starfsfólk þakklát fyrir góð viðbrögð en enn vanti þó blóð. Mestur skortur O flokkum en fólk í hinum flokkunum er einnig hvatt til að gefa. Opið verður í Blóðbankanum til klukkan fimm í dag og á morgun frá átta til sjö.