Runólfur segir upp störfum á Bifröst 16. nóvember 2006 13:36 Runólfur Ágústsson, rektor Háskólans á Bifröst, hefur sagt upp störfum. Í yfirlýsingu sem Runólfur sendi frá sér í dag, segir hann að ófriðurinn sem ríkt hafi á Bifröst að undanförnu hafi truflað bæði nemendur og starfsfólk og að auki valdið honum sjálfum skaða. Runólfur segir starfi sínu lausu frá og með 1. desember næstkomandi. Um sjötíu prósent nemenda og starfsfólks í Háskólanum á Bifröst lýstu í gær yfir stuðningi við Runólf. Atkvæðagreiðslan fór fram á fundi, sem haldinn var á háskólasvæðinu á Bifröst, vegna óánægju sem verið hefur innan skólans með störf rektors. Rektor hefur verið sakaður um meint embættisafglöp, óeðlileg samskipti við nemendur og samneyti við nemendur. Bryndís Hlöðversdóttir, aðstoðarrektor, tekur tímabundið við starfi rektors frá 1. desember og þar til nýr rektor hefur verið ráðinn. Yfirlýsing Runólfs í heild sinni: „Sá ófriður sem ríkt hefur í skólahaldi á Bifröst að undanförnu hefur truflað bæði nemendur og starfsfólk og að auki valdið skólanum sjálfum skaða. Enda þótt spjótum sé beint að mér einum, og nánast eingöngu vegna persónulegra mála en ekki málefna skólans, bitnar þessi aðför einnig á fjölskyldu minni, nánum vinum og samstarfsmönnum. Ég hef undanfarin sjö ár gefið þessum skóla allt mitt líf, allan minn tíma og alla mína orku. Einkalíf mitt get ég hins vegar ekki gefið. Ég hef því tekið ákvörðun um að segja upp starfi mínu sem rektor skólans frá og með 1. desember næstkomandi. Þetta geri ég þrátt fyrir að njóta óskoraðs stuðnings háskólastjórnar til minna starfa, sem og háskólasamfélagsins á Bifröst. Á fjölmennum fundi í gær tók ég þá djörfu ákvörðun að bera störf mín og hæfi undir atkvæði nemenda og starfsfólks þar sem hátt á þriðja hundrað manns tóku afstöðu. Mikill meirihluti þeirra lýsti yfir stuðningi við mig sem ég met mikils og er þakklátur fyrir. Átökum innan skólans þarf hins vegar að linna tafarlaust svo skólahald geti orðið með eðlilegum hætti. Ég lít hreykinn um öxl til þeirrar miklu uppbyggingar sem átt hefur sér stað á Bifröst í rektorstíð minni. Ég óska starfsfólki og nemendum skólans velfarnaðar og læt í ljós þá von að Háskólinn á Bifröst eigi eftir að halda áfram að vaxa og dafna um langa framtíð." Fréttir Innlent Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Runólfur Ágústsson, rektor Háskólans á Bifröst, hefur sagt upp störfum. Í yfirlýsingu sem Runólfur sendi frá sér í dag, segir hann að ófriðurinn sem ríkt hafi á Bifröst að undanförnu hafi truflað bæði nemendur og starfsfólk og að auki valdið honum sjálfum skaða. Runólfur segir starfi sínu lausu frá og með 1. desember næstkomandi. Um sjötíu prósent nemenda og starfsfólks í Háskólanum á Bifröst lýstu í gær yfir stuðningi við Runólf. Atkvæðagreiðslan fór fram á fundi, sem haldinn var á háskólasvæðinu á Bifröst, vegna óánægju sem verið hefur innan skólans með störf rektors. Rektor hefur verið sakaður um meint embættisafglöp, óeðlileg samskipti við nemendur og samneyti við nemendur. Bryndís Hlöðversdóttir, aðstoðarrektor, tekur tímabundið við starfi rektors frá 1. desember og þar til nýr rektor hefur verið ráðinn. Yfirlýsing Runólfs í heild sinni: „Sá ófriður sem ríkt hefur í skólahaldi á Bifröst að undanförnu hefur truflað bæði nemendur og starfsfólk og að auki valdið skólanum sjálfum skaða. Enda þótt spjótum sé beint að mér einum, og nánast eingöngu vegna persónulegra mála en ekki málefna skólans, bitnar þessi aðför einnig á fjölskyldu minni, nánum vinum og samstarfsmönnum. Ég hef undanfarin sjö ár gefið þessum skóla allt mitt líf, allan minn tíma og alla mína orku. Einkalíf mitt get ég hins vegar ekki gefið. Ég hef því tekið ákvörðun um að segja upp starfi mínu sem rektor skólans frá og með 1. desember næstkomandi. Þetta geri ég þrátt fyrir að njóta óskoraðs stuðnings háskólastjórnar til minna starfa, sem og háskólasamfélagsins á Bifröst. Á fjölmennum fundi í gær tók ég þá djörfu ákvörðun að bera störf mín og hæfi undir atkvæði nemenda og starfsfólks þar sem hátt á þriðja hundrað manns tóku afstöðu. Mikill meirihluti þeirra lýsti yfir stuðningi við mig sem ég met mikils og er þakklátur fyrir. Átökum innan skólans þarf hins vegar að linna tafarlaust svo skólahald geti orðið með eðlilegum hætti. Ég lít hreykinn um öxl til þeirrar miklu uppbyggingar sem átt hefur sér stað á Bifröst í rektorstíð minni. Ég óska starfsfólki og nemendum skólans velfarnaðar og læt í ljós þá von að Háskólinn á Bifröst eigi eftir að halda áfram að vaxa og dafna um langa framtíð."
Fréttir Innlent Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira