Launum verkafólks aðeins bjargað með 40-50% hækkun taxta 19. nóvember 2006 18:02 Eina leiðin til að bjarga launum verkafólks er að hækka taxta um allt að fimmtíu prósent, segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hann segir umræðuna um erlent vinnuafl á villigötum, það sé hvorki hræðsluáróður né kynþáttafordómar að standa vörð um kjör launafólks. Rúmt ár er þar til kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna út. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að samningarnir verði að koma í veg fyrir þann gríðarlega ávinning sem atvinnurekendur hafa haft af því að ráða ódýrt vinnuafl frá Austur-Evrópu á berstrípaða taxta. "Það var gerð könnun meðal félagsmanna Starfsgreinasambandsins í sumar og þar kom fram að meðaldagvinnulaun félagsmanna eru 176.000 krónur," segir Vilhjálmur. Strípaðir taxtar, sem erlendu verkafólki er boðið upp á, eru hins vegar rúmum fimmtíuþúsund krónum lægri. "Og með þessu gríðarlega innstreymi sem orðið hefur á erlendu, ódýru vinnuafli frá Austur-Evrópu, þá eru markaðslaunin í umtalsverðri hættu," segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir laun íslenskra verkamanna nú þegar á hraðri niðurleið og hann er ósáttur við að umræðan um útlent verkafólk á Íslandi hafi verið teymd út á villigötur. En er hann hræddur um að íslenskt verkafólk rísi upp á afturlappirnar þegar dregur úr þenslunni? "Við getum tekið einfalt dæmi; Miðað við þessa könnun þá eru markaðslaun í dag rúmar þúsund krónur á tímann í dagvinnu. Ef að atvinnurekandi getur fengið ódýrt erlent vinnuafl á rétt rúmar 700 krónur, þá hræðist ég það einfaldlega að hann muni, þegar kreppir að, taka erlenda starfsmanninn. Ég tel það engan hræðsluáróður eða kynþáttafordóma þó að íslenskt launafólk vilji fara yfir þessi mál." Fréttir Innlent Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Eina leiðin til að bjarga launum verkafólks er að hækka taxta um allt að fimmtíu prósent, segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hann segir umræðuna um erlent vinnuafl á villigötum, það sé hvorki hræðsluáróður né kynþáttafordómar að standa vörð um kjör launafólks. Rúmt ár er þar til kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna út. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að samningarnir verði að koma í veg fyrir þann gríðarlega ávinning sem atvinnurekendur hafa haft af því að ráða ódýrt vinnuafl frá Austur-Evrópu á berstrípaða taxta. "Það var gerð könnun meðal félagsmanna Starfsgreinasambandsins í sumar og þar kom fram að meðaldagvinnulaun félagsmanna eru 176.000 krónur," segir Vilhjálmur. Strípaðir taxtar, sem erlendu verkafólki er boðið upp á, eru hins vegar rúmum fimmtíuþúsund krónum lægri. "Og með þessu gríðarlega innstreymi sem orðið hefur á erlendu, ódýru vinnuafli frá Austur-Evrópu, þá eru markaðslaunin í umtalsverðri hættu," segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir laun íslenskra verkamanna nú þegar á hraðri niðurleið og hann er ósáttur við að umræðan um útlent verkafólk á Íslandi hafi verið teymd út á villigötur. En er hann hræddur um að íslenskt verkafólk rísi upp á afturlappirnar þegar dregur úr þenslunni? "Við getum tekið einfalt dæmi; Miðað við þessa könnun þá eru markaðslaun í dag rúmar þúsund krónur á tímann í dagvinnu. Ef að atvinnurekandi getur fengið ódýrt erlent vinnuafl á rétt rúmar 700 krónur, þá hræðist ég það einfaldlega að hann muni, þegar kreppir að, taka erlenda starfsmanninn. Ég tel það engan hræðsluáróður eða kynþáttafordóma þó að íslenskt launafólk vilji fara yfir þessi mál."
Fréttir Innlent Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira