Íslendingar eignast West Ham 21. nóvember 2006 19:07 Eggert Magnússon og fjárfestar að baki honum sömdu í dag um kaup á meirihluta í breska knattspyrnufélaginu West Ham United. Kaupverðið er jafnvirði rúmra 14 milljarða íslenskra króna. Barist hefur verið um félagið síðustu vikur og einvígið staðið milli Eggerts og íranskættaða kaupsýslumannsins Kia Joorabchian, sem búsettur er í Bretlandi. Ekkert bólaði á formlegu kauptilboði frá Joorabchian en Eggert lagði fram tilboð sitt í gær. Það var samþykkt og gengið frá kaupunum í morgun. Að baki Eggerti standa þeir Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, og Sighvatur Bjarnason, forstjóri Fisco, en sá síðarnefndi mun vera West Ham stuðningsmaður til margra ára. Eggert segir verðið á hlutafénu um 85 milljónir punda auk þess sem teknar séu yfir skuldir upp á um 23 milljónir punda. Samanlagt 108 milljónir, jafnvirði rúmra 14 milljarða íslenskra króna. West Ham er nú í fimmta neðsta sæti úrvaldeildarinnar og fallið bæði úr Evrópukeppni félagsliða og enska deildarbikarnum. Framtíð þjálfarans, Alans Pardews, er þó trygg að sögn Eggerts sem tekur við stjórnarformennsku af Terrence Brown, sem verður áfram í stjórn félagsins. Þeirra bíður nú erfitt verkefni. Kaup Eggert á West Ham hafa vakið athygli ytra og hafa enskir miðlar leitað upplýsinga hjá íslenskum íþróttafréttamönnum og var Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður á NFS og Sýn, meðal annars í beinni útsendingu hjá Sky Sports News og Sky News í morgun til að svara spurningum um Eggert og Björgólf. Sagði hann stuðningsmannahóp West Ham á Íslandi ekki stóran, en margir eldri knattspyrnuáhugamenn þekktu gullaldarárin þegar Bobby Moore og Geoff Hurst voru upp á sitt besta. Hann sagði Eggert þekkja sögu félagsins vel og hefðir tengdar því. Fréttir Innlent Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Sjá meira
Eggert Magnússon og fjárfestar að baki honum sömdu í dag um kaup á meirihluta í breska knattspyrnufélaginu West Ham United. Kaupverðið er jafnvirði rúmra 14 milljarða íslenskra króna. Barist hefur verið um félagið síðustu vikur og einvígið staðið milli Eggerts og íranskættaða kaupsýslumannsins Kia Joorabchian, sem búsettur er í Bretlandi. Ekkert bólaði á formlegu kauptilboði frá Joorabchian en Eggert lagði fram tilboð sitt í gær. Það var samþykkt og gengið frá kaupunum í morgun. Að baki Eggerti standa þeir Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, og Sighvatur Bjarnason, forstjóri Fisco, en sá síðarnefndi mun vera West Ham stuðningsmaður til margra ára. Eggert segir verðið á hlutafénu um 85 milljónir punda auk þess sem teknar séu yfir skuldir upp á um 23 milljónir punda. Samanlagt 108 milljónir, jafnvirði rúmra 14 milljarða íslenskra króna. West Ham er nú í fimmta neðsta sæti úrvaldeildarinnar og fallið bæði úr Evrópukeppni félagsliða og enska deildarbikarnum. Framtíð þjálfarans, Alans Pardews, er þó trygg að sögn Eggerts sem tekur við stjórnarformennsku af Terrence Brown, sem verður áfram í stjórn félagsins. Þeirra bíður nú erfitt verkefni. Kaup Eggert á West Ham hafa vakið athygli ytra og hafa enskir miðlar leitað upplýsinga hjá íslenskum íþróttafréttamönnum og var Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður á NFS og Sýn, meðal annars í beinni útsendingu hjá Sky Sports News og Sky News í morgun til að svara spurningum um Eggert og Björgólf. Sagði hann stuðningsmannahóp West Ham á Íslandi ekki stóran, en margir eldri knattspyrnuáhugamenn þekktu gullaldarárin þegar Bobby Moore og Geoff Hurst voru upp á sitt besta. Hann sagði Eggert þekkja sögu félagsins vel og hefðir tengdar því.
Fréttir Innlent Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Sjá meira