Skipulagsbreytingum laumað inn bakdyramegin 23. nóvember 2006 17:23 Skipulagsbreytingum, sem gætu allt að tvöfaldað íbúafjölda Kársness, er lætt inn bakdyramegin án þess að kynna framtíðarskipulag svæðisins fyrir íbúum í vesturbæ Kópavogs, segir oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Mikil uppbygging er fyrirhuguð í Vesturbæ Kópavogs á næstu árum. Framkvæmdir eru þegar hafnar á Kópavogstúni, byrjað er að fylla upp fyrir Bryggjuhverfi norðan megin við Nesið, þá er stórskipahöfn í bígerð og á svokölluðu endurbótasvæði er fyrirhugað að byggja hátt í 1000 íbúðir. Samanlagt getur þetta þýtt hátt í tvöföldun íbúafjölda í Vesturbæ Kópavogs. Húsfyllir var hjá Samfylkingunni í Kópavogi í gærkvöldi þar sem þessar hugmyndir voru ræddar en Samfylkingin gagnrýnir að uppbyggingin skuli kynnt í bútum. "Það er ekki búið að kynna þetta heildarsamhengi fyrir íbúum Kársness og Vesturbæ Kópavogs. Þegar verið er að pota inn einstaka reitum í kynningu hafa þeir ekki hugmynd um heildarsamhengið," segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Það var samþykkt í bæjarstjórn fyrir rúmum þremur mánuðum að einstakir reitir yrðu ekki kynntir fyrr en búið væri að kynna rammaskipulag, eða eins konar framtíðarsýn fyrir svæðið. "Samhliða þá þessum deiliskipulagsreitum og bíða með frekari skipulagskynningar þar til því væri lokið en það var ekki staðið við það. Við höfum heyrt í íbúum hérna á Kársnesinu og það er afar þungt í þeim hljóðið. Þeim finnst eins og það sé verið að lauma hér bakdyramegin skipulagsbreytingum sem koma til með að hafa veruleg áhrif á búsetuskilyrði á Kársnesinu." Skipahöfn fer bráðlega í kynningu en hún hefur verið samþykkt í bæjarstjórn. Samfylkingin leggst gegn stórskipahöfn en vill uppbyggingu bryggjuhverfis með kaffihúsum og listamannahverfi. "Við höfum hérna tækifæri til að gera þetta að mikilli perlu fyrir íbúa bæjarins og við sjáum ekki að stórskipahöfn sé til að bæta hér umferðarmál eða ásýnd." Fréttir Innlent Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Skipulagsbreytingum, sem gætu allt að tvöfaldað íbúafjölda Kársness, er lætt inn bakdyramegin án þess að kynna framtíðarskipulag svæðisins fyrir íbúum í vesturbæ Kópavogs, segir oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Mikil uppbygging er fyrirhuguð í Vesturbæ Kópavogs á næstu árum. Framkvæmdir eru þegar hafnar á Kópavogstúni, byrjað er að fylla upp fyrir Bryggjuhverfi norðan megin við Nesið, þá er stórskipahöfn í bígerð og á svokölluðu endurbótasvæði er fyrirhugað að byggja hátt í 1000 íbúðir. Samanlagt getur þetta þýtt hátt í tvöföldun íbúafjölda í Vesturbæ Kópavogs. Húsfyllir var hjá Samfylkingunni í Kópavogi í gærkvöldi þar sem þessar hugmyndir voru ræddar en Samfylkingin gagnrýnir að uppbyggingin skuli kynnt í bútum. "Það er ekki búið að kynna þetta heildarsamhengi fyrir íbúum Kársness og Vesturbæ Kópavogs. Þegar verið er að pota inn einstaka reitum í kynningu hafa þeir ekki hugmynd um heildarsamhengið," segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Það var samþykkt í bæjarstjórn fyrir rúmum þremur mánuðum að einstakir reitir yrðu ekki kynntir fyrr en búið væri að kynna rammaskipulag, eða eins konar framtíðarsýn fyrir svæðið. "Samhliða þá þessum deiliskipulagsreitum og bíða með frekari skipulagskynningar þar til því væri lokið en það var ekki staðið við það. Við höfum heyrt í íbúum hérna á Kársnesinu og það er afar þungt í þeim hljóðið. Þeim finnst eins og það sé verið að lauma hér bakdyramegin skipulagsbreytingum sem koma til með að hafa veruleg áhrif á búsetuskilyrði á Kársnesinu." Skipahöfn fer bráðlega í kynningu en hún hefur verið samþykkt í bæjarstjórn. Samfylkingin leggst gegn stórskipahöfn en vill uppbyggingu bryggjuhverfis með kaffihúsum og listamannahverfi. "Við höfum hérna tækifæri til að gera þetta að mikilli perlu fyrir íbúa bæjarins og við sjáum ekki að stórskipahöfn sé til að bæta hér umferðarmál eða ásýnd."
Fréttir Innlent Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira