Geir vill skýrari iðrun Árna 24. nóvember 2006 11:30 Brot Árna Johnsen voru alvarleg og villandi að tala um þau sem "tæknileg mistök" að mati forsætirsráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Formaðurinn vill að Árni sýni iðrun sína með skýrari hætti. Kjördæmisþing flokksins í Suðurkjördæmi hefur enn ekki samþykkt framboðslistann þar sem Árni hlaut annað sætið. Gott gengi Árna Johnsen í prófkjöri Sjálfstæðismanna, þar sem hann tryggði sér nokkuð öruggt þingsæti, hefur vakið misjöfn viðbrögð. Árni sagði af sér þingmennsku í ágúst árið 2001 eftir að farið var að rannsaka misnotkun hans á opinberum fjármunum. Hann var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í febrúar árið 2003 fyrir mútuþægni, fjárdrátt, umboðssvik og ranga skýrslugjöf en alls var um tuttugu og tvö hegningarlagabrot að ræða. Árni kom fram í fréttum Ríkissjónvarpsins fyrir skömmu þar sem hann sagði brot sín hafa verið tæknileg mistök sem enginn hafi tapað á. Ummæli Árna hafa vakið sterk viðbrögð og Stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna hefur beðið Árna um að sýna auðmýkt þegar hann ræðir brot sín. Flokksmenn eru ekki allir sáttir við Árna og borið hefur á úrsögnum úr Sjálfstæðisflokknum vegna málsins. Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins staðfestir að úrsagnir hafi borist, en vill ekki gefa upp hve margir hafa sagt sig úr flokknum. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi mál Árna í Íslandi í dag í gær. Geir sagði ummæli Árna ekki bara óheppileg heldur villandi, ekki sé hægt að tala um afbrot eins afbrot Árna sem tæknileg mistök. Geir sagði mikilvægt að Árni léti það koma fram með meira afgerandi hætti að hann iðrist brotanna en hann hyggst ræða málið við Árna. Í viðtali við Ríkisútvarpið fyrr í þessum mánuði sagði Geir að Árni Johnsen nyti fyllsta trausts forystu Sjálfstæðisflokksins. Kjördæmisþing Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefur enn ekki samþykkt framboðslistann. Kjörstjórn í prófkjörinu hefur ekki lokið störfum en hún stillir upp listanum út frá útkomu í prófkjörinu. Kjördæmisþing þarf svo að samþykkja listann. Þingið getur gert breytingar á listanum en fyrir síðustu Alþingiskosningar gerði þingið slíkar breytingar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær kjördæmisþingið kemur saman. Fréttir Innlent Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Brot Árna Johnsen voru alvarleg og villandi að tala um þau sem "tæknileg mistök" að mati forsætirsráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Formaðurinn vill að Árni sýni iðrun sína með skýrari hætti. Kjördæmisþing flokksins í Suðurkjördæmi hefur enn ekki samþykkt framboðslistann þar sem Árni hlaut annað sætið. Gott gengi Árna Johnsen í prófkjöri Sjálfstæðismanna, þar sem hann tryggði sér nokkuð öruggt þingsæti, hefur vakið misjöfn viðbrögð. Árni sagði af sér þingmennsku í ágúst árið 2001 eftir að farið var að rannsaka misnotkun hans á opinberum fjármunum. Hann var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í febrúar árið 2003 fyrir mútuþægni, fjárdrátt, umboðssvik og ranga skýrslugjöf en alls var um tuttugu og tvö hegningarlagabrot að ræða. Árni kom fram í fréttum Ríkissjónvarpsins fyrir skömmu þar sem hann sagði brot sín hafa verið tæknileg mistök sem enginn hafi tapað á. Ummæli Árna hafa vakið sterk viðbrögð og Stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna hefur beðið Árna um að sýna auðmýkt þegar hann ræðir brot sín. Flokksmenn eru ekki allir sáttir við Árna og borið hefur á úrsögnum úr Sjálfstæðisflokknum vegna málsins. Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins staðfestir að úrsagnir hafi borist, en vill ekki gefa upp hve margir hafa sagt sig úr flokknum. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi mál Árna í Íslandi í dag í gær. Geir sagði ummæli Árna ekki bara óheppileg heldur villandi, ekki sé hægt að tala um afbrot eins afbrot Árna sem tæknileg mistök. Geir sagði mikilvægt að Árni léti það koma fram með meira afgerandi hætti að hann iðrist brotanna en hann hyggst ræða málið við Árna. Í viðtali við Ríkisútvarpið fyrr í þessum mánuði sagði Geir að Árni Johnsen nyti fyllsta trausts forystu Sjálfstæðisflokksins. Kjördæmisþing Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefur enn ekki samþykkt framboðslistann. Kjörstjórn í prófkjörinu hefur ekki lokið störfum en hún stillir upp listanum út frá útkomu í prófkjörinu. Kjördæmisþing þarf svo að samþykkja listann. Þingið getur gert breytingar á listanum en fyrir síðustu Alþingiskosningar gerði þingið slíkar breytingar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær kjördæmisþingið kemur saman.
Fréttir Innlent Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira