Geir vill skýrari iðrun Árna 24. nóvember 2006 11:30 Brot Árna Johnsen voru alvarleg og villandi að tala um þau sem "tæknileg mistök" að mati forsætirsráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Formaðurinn vill að Árni sýni iðrun sína með skýrari hætti. Kjördæmisþing flokksins í Suðurkjördæmi hefur enn ekki samþykkt framboðslistann þar sem Árni hlaut annað sætið. Gott gengi Árna Johnsen í prófkjöri Sjálfstæðismanna, þar sem hann tryggði sér nokkuð öruggt þingsæti, hefur vakið misjöfn viðbrögð. Árni sagði af sér þingmennsku í ágúst árið 2001 eftir að farið var að rannsaka misnotkun hans á opinberum fjármunum. Hann var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í febrúar árið 2003 fyrir mútuþægni, fjárdrátt, umboðssvik og ranga skýrslugjöf en alls var um tuttugu og tvö hegningarlagabrot að ræða. Árni kom fram í fréttum Ríkissjónvarpsins fyrir skömmu þar sem hann sagði brot sín hafa verið tæknileg mistök sem enginn hafi tapað á. Ummæli Árna hafa vakið sterk viðbrögð og Stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna hefur beðið Árna um að sýna auðmýkt þegar hann ræðir brot sín. Flokksmenn eru ekki allir sáttir við Árna og borið hefur á úrsögnum úr Sjálfstæðisflokknum vegna málsins. Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins staðfestir að úrsagnir hafi borist, en vill ekki gefa upp hve margir hafa sagt sig úr flokknum. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi mál Árna í Íslandi í dag í gær. Geir sagði ummæli Árna ekki bara óheppileg heldur villandi, ekki sé hægt að tala um afbrot eins afbrot Árna sem tæknileg mistök. Geir sagði mikilvægt að Árni léti það koma fram með meira afgerandi hætti að hann iðrist brotanna en hann hyggst ræða málið við Árna. Í viðtali við Ríkisútvarpið fyrr í þessum mánuði sagði Geir að Árni Johnsen nyti fyllsta trausts forystu Sjálfstæðisflokksins. Kjördæmisþing Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefur enn ekki samþykkt framboðslistann. Kjörstjórn í prófkjörinu hefur ekki lokið störfum en hún stillir upp listanum út frá útkomu í prófkjörinu. Kjördæmisþing þarf svo að samþykkja listann. Þingið getur gert breytingar á listanum en fyrir síðustu Alþingiskosningar gerði þingið slíkar breytingar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær kjördæmisþingið kemur saman. Fréttir Innlent Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Sjá meira
Brot Árna Johnsen voru alvarleg og villandi að tala um þau sem "tæknileg mistök" að mati forsætirsráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Formaðurinn vill að Árni sýni iðrun sína með skýrari hætti. Kjördæmisþing flokksins í Suðurkjördæmi hefur enn ekki samþykkt framboðslistann þar sem Árni hlaut annað sætið. Gott gengi Árna Johnsen í prófkjöri Sjálfstæðismanna, þar sem hann tryggði sér nokkuð öruggt þingsæti, hefur vakið misjöfn viðbrögð. Árni sagði af sér þingmennsku í ágúst árið 2001 eftir að farið var að rannsaka misnotkun hans á opinberum fjármunum. Hann var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar í febrúar árið 2003 fyrir mútuþægni, fjárdrátt, umboðssvik og ranga skýrslugjöf en alls var um tuttugu og tvö hegningarlagabrot að ræða. Árni kom fram í fréttum Ríkissjónvarpsins fyrir skömmu þar sem hann sagði brot sín hafa verið tæknileg mistök sem enginn hafi tapað á. Ummæli Árna hafa vakið sterk viðbrögð og Stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna hefur beðið Árna um að sýna auðmýkt þegar hann ræðir brot sín. Flokksmenn eru ekki allir sáttir við Árna og borið hefur á úrsögnum úr Sjálfstæðisflokknum vegna málsins. Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins staðfestir að úrsagnir hafi borist, en vill ekki gefa upp hve margir hafa sagt sig úr flokknum. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi mál Árna í Íslandi í dag í gær. Geir sagði ummæli Árna ekki bara óheppileg heldur villandi, ekki sé hægt að tala um afbrot eins afbrot Árna sem tæknileg mistök. Geir sagði mikilvægt að Árni léti það koma fram með meira afgerandi hætti að hann iðrist brotanna en hann hyggst ræða málið við Árna. Í viðtali við Ríkisútvarpið fyrr í þessum mánuði sagði Geir að Árni Johnsen nyti fyllsta trausts forystu Sjálfstæðisflokksins. Kjördæmisþing Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefur enn ekki samþykkt framboðslistann. Kjörstjórn í prófkjörinu hefur ekki lokið störfum en hún stillir upp listanum út frá útkomu í prófkjörinu. Kjördæmisþing þarf svo að samþykkja listann. Þingið getur gert breytingar á listanum en fyrir síðustu Alþingiskosningar gerði þingið slíkar breytingar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær kjördæmisþingið kemur saman.
Fréttir Innlent Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Sjá meira