Vegagerðin hefur unnið að uppsetningu upplýsingarbúnaðar við veginn um Óshlíð. Um er að ræða veðurstöð í Seljadal og ljósaskilti við Skarfasker og Óshólavita. Fréttavefur Bolungavíkurkaupstaðar greinir frá þessu.
Upplýsingar um vindstyrk og hita í Seljadal koma fram á ljósaskiltunum, einnig á að nota skiltin til að vara við hættu á grjóthruni í hlíðinni og tilkynna um lokanir og framkvæmdir á veginum um Óshlíð. Hætta skapast oft í rigningarveðrum á haustin og vorin vegna grjóthruns í hlíðinni.