Jón H. Snorrason hættir brátt í starfi 27. nóvember 2006 18:30 Jón H. Snorrason hættir brátt í starfi. MYND/Einar Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, hættir brátt hjá embættinu. Hann tekur við starfi aðstoðarlögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Jón mætti í héraðsdóm dag fyrir hönd ríkislögreglustjóra þar sem þingfest var kæra Baugsmanna þess efnis að rannsókn embættisins á skattamálum þeirra væri ólögmæt. Jón H. Snorrason hefur frá upphafi staðið í eldlínunni hjá embætti ríkislögreglustjóra sem yfirmaður efnahagsbrotadeildar. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu mun Jón taka við starfi aðstoðarlögreglustjóra hjá nýju embætti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sem tekur til starfa um áramótin. Jón vildi ekki staðfesta þetta þegar fréttastofa náði tali af honum í dag. Jón mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í dag fyrir hönd ríkislögreglustjóra í máli þar sem kæra Baugsmanna var þingfest en þeir krefjast þess að rannsókn ríkislögreglustjóra á meintum skattalagabrotum þeirra verði úrskurðuð ólögmæt. Til vara krefjast Baugsmenn þess að Haraldur Johannessen, Jóni H. Snorrasyni saksóknara og öllum starfsmönnum embættisins verði skylt að víkja sæti við rannsókn málsins. Í kærunni eru talin upp ýmis ummæli ríkislögreglustjóra og hans manna í fjölmiðlum sem Baugsmenn vilja meina að sýni að þeir hafi fyrirfram ákveðið sakborningar séu sekir. Jón H. Snorrason fór fram á rúmlega viku frest til þess að skila greinagerð vegna málsins og virtist það vefjast fyrir lögmönnum Baugsmanna. Eftir að lögmennirnir fengu hlé á réttarhaldinu, til að funda með Jóni í einrúmi, féllust þeir þó á að hann fengi frestinn gegn því að málflutningur yrði fljótlega eftir að greinagerð yrði skilað. Líklegt má telja að Jón muni í næstu viku mæta fyrir hönd ríkislögreglustjóra í dómsal síðasta sinn. Fréttir Innlent Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Fleiri fréttir „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Sjá meira
Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, hættir brátt hjá embættinu. Hann tekur við starfi aðstoðarlögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Jón mætti í héraðsdóm dag fyrir hönd ríkislögreglustjóra þar sem þingfest var kæra Baugsmanna þess efnis að rannsókn embættisins á skattamálum þeirra væri ólögmæt. Jón H. Snorrason hefur frá upphafi staðið í eldlínunni hjá embætti ríkislögreglustjóra sem yfirmaður efnahagsbrotadeildar. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu mun Jón taka við starfi aðstoðarlögreglustjóra hjá nýju embætti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sem tekur til starfa um áramótin. Jón vildi ekki staðfesta þetta þegar fréttastofa náði tali af honum í dag. Jón mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í dag fyrir hönd ríkislögreglustjóra í máli þar sem kæra Baugsmanna var þingfest en þeir krefjast þess að rannsókn ríkislögreglustjóra á meintum skattalagabrotum þeirra verði úrskurðuð ólögmæt. Til vara krefjast Baugsmenn þess að Haraldur Johannessen, Jóni H. Snorrasyni saksóknara og öllum starfsmönnum embættisins verði skylt að víkja sæti við rannsókn málsins. Í kærunni eru talin upp ýmis ummæli ríkislögreglustjóra og hans manna í fjölmiðlum sem Baugsmenn vilja meina að sýni að þeir hafi fyrirfram ákveðið sakborningar séu sekir. Jón H. Snorrason fór fram á rúmlega viku frest til þess að skila greinagerð vegna málsins og virtist það vefjast fyrir lögmönnum Baugsmanna. Eftir að lögmennirnir fengu hlé á réttarhaldinu, til að funda með Jóni í einrúmi, féllust þeir þó á að hann fengi frestinn gegn því að málflutningur yrði fljótlega eftir að greinagerð yrði skilað. Líklegt má telja að Jón muni í næstu viku mæta fyrir hönd ríkislögreglustjóra í dómsal síðasta sinn.
Fréttir Innlent Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Fleiri fréttir „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Sjá meira