Fjárlög ríkisins fyrir árið 2007 samþykkt á Alþingi 6. desember 2006 12:02 Fjárlög ríkisins fyrir næsta ár voru samþykkt frá Alþingi fyrir hálfri klukkustund með 34 atkvæðum stjórnarmeirihlutans en 26 þingmenn stjórnarandstöðu sátu hjá. Fjármálaráðherra sagði fjárlögin markast af hagvaxtarskeiði en stjórnarandstaðan kallaði þau kosningafjárlög. Áður en kom að lokaatkvæðagreiðslunni tók fjármálaráðherra til máls og sagði þrjú stór meginmál felast í frumvarpinu. Það væri síðasta áfanginn í mesta skattalækkunarferli síðari tíma, það væri stærsta verkefni síðari ára til að bæta kjör aldraðra og það væri stærsta átak nokkru sinni til lækkunar matvælaverðs með lækkun virðisaukaskatts. „Útgjaldafjárlög eru þetta því að útgjöld aukast um 16,7 prósent á milli fjárlaga. Þetta eru kosningafjárlög því að ríkisstjórnin rær nú lífróður. Erindi hennar er lokið, þreki hennar er lokið og það mun að sjálfsögðu verða skipt um ríkisstjórn hér í kosningum í vor," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, við lokaumræðuna. „Þrátt fyrir að þetta séu útgjaldafjárlög þá eru vanefndir hér á þremur sviðum, gagnvart öryrkjum, gagnvart öldruðum og gagnvart verkalýðshreyfingunni. Það hljótum við auðvitað að fordæma," sagði hún enn fremur. „Upp úr stendur þó hið alvarlega ójafnvægi í efnahagsmálum landsins. Gríðarlegur viðskiptahalli, svimandi háir vextir og verðbólga langt yfir viðmiðunarmörkum. Gagnvart þessum alvarlegu málum er ríkisstjórnin ekki að gera nokkurn skapaðan hlut. Hún hefur gefist upp og flýtur sofandi að feigðarósi með sín mál," sagði Steingrímur J. Sigfússon við sömu umræður. Fréttir Stj.mál Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Fjárlög ríkisins fyrir næsta ár voru samþykkt frá Alþingi fyrir hálfri klukkustund með 34 atkvæðum stjórnarmeirihlutans en 26 þingmenn stjórnarandstöðu sátu hjá. Fjármálaráðherra sagði fjárlögin markast af hagvaxtarskeiði en stjórnarandstaðan kallaði þau kosningafjárlög. Áður en kom að lokaatkvæðagreiðslunni tók fjármálaráðherra til máls og sagði þrjú stór meginmál felast í frumvarpinu. Það væri síðasta áfanginn í mesta skattalækkunarferli síðari tíma, það væri stærsta verkefni síðari ára til að bæta kjör aldraðra og það væri stærsta átak nokkru sinni til lækkunar matvælaverðs með lækkun virðisaukaskatts. „Útgjaldafjárlög eru þetta því að útgjöld aukast um 16,7 prósent á milli fjárlaga. Þetta eru kosningafjárlög því að ríkisstjórnin rær nú lífróður. Erindi hennar er lokið, þreki hennar er lokið og það mun að sjálfsögðu verða skipt um ríkisstjórn hér í kosningum í vor," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, við lokaumræðuna. „Þrátt fyrir að þetta séu útgjaldafjárlög þá eru vanefndir hér á þremur sviðum, gagnvart öryrkjum, gagnvart öldruðum og gagnvart verkalýðshreyfingunni. Það hljótum við auðvitað að fordæma," sagði hún enn fremur. „Upp úr stendur þó hið alvarlega ójafnvægi í efnahagsmálum landsins. Gríðarlegur viðskiptahalli, svimandi háir vextir og verðbólga langt yfir viðmiðunarmörkum. Gagnvart þessum alvarlegu málum er ríkisstjórnin ekki að gera nokkurn skapaðan hlut. Hún hefur gefist upp og flýtur sofandi að feigðarósi með sín mál," sagði Steingrímur J. Sigfússon við sömu umræður.
Fréttir Stj.mál Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent