Innlent

Mótmælendur fá skilorðsbundinn dóm

Álver Alcoa í Reyðarfirði.
Álver Alcoa í Reyðarfirði. MYND/Heiða

Héraðdsdómur Austurlands hefur dæmt sex breska ríkisborgara í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og tvo Breta í eins mánaðar fangelsi fyrir að hafa ruðst í heimildarleysi inn á skrifstofu verkfræðistofunnar Hönnunar á Reyðarfirði í sumar og gert þar tilraun til að svipta starfsmenn frelsi sínu.

Fólkið fór inn á skrifstofuna þann 14. ágúst í sumar en með því vildi það mótmæla Kárahnjúkavirkjun og byggingu álvers Alcoa. Fólkið lokaði starfsfólk Hönnunar inni á skrifstofunni í um 20 mínútur en þegar lögregla kom á vettvang um 25 mínútum eftir að tilkynningin barst var hópurinn á bak og burt.

Fram kemur í dómnum að við ákvörðun refsingar sé litið til þess að um samverknað margra hafi verið að ræða og að brot ákærðu hafi verið skipulögð. Var miðað við það að ákærðu hafi átt jafnan þátt í brotunum en tvær stúlkur í hópnu hlutu mildari dóma vegna þess að þær eru báðar mjög ungar að árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×