Geimfararnir á Discovery flauginni eru nú á leið heim í jólafrí. Geimskutlan losaði tengingarnar sem héldu henni við alþjóðlegu geimstöðina í gærkvöldi eftir að geimfararnir sem voru á heimleið kvöddu bandaríska geimfarann Suni Williams sem mun halda jólin í geimstöðinni og verður ekki sótt fyrr en eftir sex mánuði. Ef allt gengur að óskum verða hinir geimfararnir komnir heim á föstudaginn, í tæka tíð til að halda jólin með fjölskyldu og vinum.

