Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2025 14:22 Þröstur Jónsson, fulltrúi Miðflokksins í sveitarstjórn Múlaþings. Vísir Fulltrúi Miðflokksins í byggðaráði Múlaþings vildi að guð gamla testamentsins deildi við félaga hans í ráðinu eftir að þeir lögðust gegn tillögu hans um að fækka sveitarstjórnarmönnum. Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem hann vísar til almættis á sveitarstjórnarfundum. Meirihlutinn í byggðaráði Múlaþings taldi ekki tímabært að fækka sveitarstjórnarfulltrúum um fjóra, úr ellefu í sjö, fyrir sveitarstjórnarkosningar á næsta ári á fundi sínum í gær. Þröstur Jónsson, fulltrúi Miðflokksins, lagði til að þetta yrði skoðað í vor og var ráðgjafarfyrirtækið KPMG fengið til þess að vinna minnisblað um slíka breytingu í sumar. Þröstur furðaði sig á afstöðu og meintum sinnaskiptum meirihlutans í ljósi þess að KPMG hafi ekki fundið neitt óæskilegt við fækkunina. Engin haldbæra rök hefðu komið fram gegn því að fækka fulltrúum úr ellefu í níu enda væru flest sveitarfélög af svipaðri stærð með níu eða sjö fulltrúa. „Eigi veit ég hvað „snerist í kýrhausnum“ en þykir þetta skondin kúvending, en græt þann kostnað sem lagt var út í vegna ráðgjafar sem nú ónýtist,“ sagði Þröstur í bókun og spurði sig hvort meirihlutinn hefði óttast að rugga bátnum rétt fyrir kosningar. Vísaði Þröstur næst til 35. Davíðssálms úr gamla testamenti Biblíu kristinna manna. „Best að leggja þetta í hendur Guðs: „Deil þú Drottinn við þá sem deila við mig“,“ sagði í bókun Þrastar. Stytta Michelangelos af Davíði sem Davíðssálmar eru kenndir við.Vísir/Getty Í sálminum biður höfundur drottinn sinn meðal annars um að rísa upp sér til hjálpar og „reið upp spjót og öxi til að mæta þeim sem ofsækja mig“ og refsa andstæðingum sínum á fleiri vegu. Hluta af sálminum má lesa hér fyrir neðan: Deil þú, Drottinn, við þá er deila við mig, berst þú við þá er berjast við mig. Gríp skjöld og brynju og rís upp mér til hjálpar. Reið upp spjót og öxi til að mæta þeim sem ofsækja mig og segðu við mig: Ég er hjálp þín. Lát þá er sitja um líf mitt hljóta smán og svívirðing, lát þá hverfa aftur með skömm er hyggja á illt gegn mér. Lát þá verða sem hismi í vindi þegar engill Drottins feykir þeim burt, lát veg þeirra verða myrkan og hálan þegar engill Drottins eltir þá. Því að án ástæðu lögðu þeir net fyrir mig, án tilefnis grófu þeir mér gryfju. Leið eyðingu yfir þá er minnst varir og lát netið, sem þeir lögðu, veiða þá sjálfa. Lát þá falla í eigin gryfju. Taldi bænahring hafa bjargað Seyðfirðingum og faraldurinn satanískan Þröstur hefur ítrekað borið fyrir sig Biblíuna og vísað til guðlegrar forsjónar á fundum Múlaþings í gegnum tíðina. Eftir miklar aurskriður á Seyðisfirði í desember 2020 þakkaði hann bænahring í Reykjavík fyrir að ekkert manntjón varð í þeim. „Ég trúi því að skaparinn hafi kippt aðeins í spottann þar,“ sagði Þröstur á fundi sveitarstjórnar í janúar 2021. Deilt var um hæfi Þrastar til þess að fjalla um leiðarval fyrir Fjarðaheiðargöng vegna náinn fjölskyldutengsla við landeiganda fyrir þremur árum. „Ég segi nú bara drottinn guð, forseti og aðrir fundarmenn,“ sagði Þröstur eftir að aðrir sveitarstjórnarmenn lögðu fram tillögu um vanhæfi hans. Ári seinna neitaði Þröstur að víkja af fundi þegar rætt var um skipulagsbreytingar vegna gangnaáformanna. Líkti hann sér þá við Pétur postula. „Það er búið að kjósa mig vanhæfan hér, og þar með eigi ég að víkja úr sæti. Og þá segi ég eins og Pétur postuli frami fyrir yfirvöldum í Jerúsalem: Til þess að gæta að lýðræði, kærleika, sannleika og tjáningarfrelsi í þessu landi. „Framar ber að hlýða Guði en mönnum.“ Og ég mun sitja sem fastast,“ útskýrði hann. Á meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð tók Þröstur undir bandarískar samsæriskenningar um að hann hefði verið skipulagður af öflum sem sæktust eftir heimsyfirráðum. Kallaði hann faraldurinn „satanískan“ faraldur sem hefði verið skipulagður af mönnum. Sveitarstjórnarmál Trúmál Múlaþing Miðflokkurinn Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira
Meirihlutinn í byggðaráði Múlaþings taldi ekki tímabært að fækka sveitarstjórnarfulltrúum um fjóra, úr ellefu í sjö, fyrir sveitarstjórnarkosningar á næsta ári á fundi sínum í gær. Þröstur Jónsson, fulltrúi Miðflokksins, lagði til að þetta yrði skoðað í vor og var ráðgjafarfyrirtækið KPMG fengið til þess að vinna minnisblað um slíka breytingu í sumar. Þröstur furðaði sig á afstöðu og meintum sinnaskiptum meirihlutans í ljósi þess að KPMG hafi ekki fundið neitt óæskilegt við fækkunina. Engin haldbæra rök hefðu komið fram gegn því að fækka fulltrúum úr ellefu í níu enda væru flest sveitarfélög af svipaðri stærð með níu eða sjö fulltrúa. „Eigi veit ég hvað „snerist í kýrhausnum“ en þykir þetta skondin kúvending, en græt þann kostnað sem lagt var út í vegna ráðgjafar sem nú ónýtist,“ sagði Þröstur í bókun og spurði sig hvort meirihlutinn hefði óttast að rugga bátnum rétt fyrir kosningar. Vísaði Þröstur næst til 35. Davíðssálms úr gamla testamenti Biblíu kristinna manna. „Best að leggja þetta í hendur Guðs: „Deil þú Drottinn við þá sem deila við mig“,“ sagði í bókun Þrastar. Stytta Michelangelos af Davíði sem Davíðssálmar eru kenndir við.Vísir/Getty Í sálminum biður höfundur drottinn sinn meðal annars um að rísa upp sér til hjálpar og „reið upp spjót og öxi til að mæta þeim sem ofsækja mig“ og refsa andstæðingum sínum á fleiri vegu. Hluta af sálminum má lesa hér fyrir neðan: Deil þú, Drottinn, við þá er deila við mig, berst þú við þá er berjast við mig. Gríp skjöld og brynju og rís upp mér til hjálpar. Reið upp spjót og öxi til að mæta þeim sem ofsækja mig og segðu við mig: Ég er hjálp þín. Lát þá er sitja um líf mitt hljóta smán og svívirðing, lát þá hverfa aftur með skömm er hyggja á illt gegn mér. Lát þá verða sem hismi í vindi þegar engill Drottins feykir þeim burt, lát veg þeirra verða myrkan og hálan þegar engill Drottins eltir þá. Því að án ástæðu lögðu þeir net fyrir mig, án tilefnis grófu þeir mér gryfju. Leið eyðingu yfir þá er minnst varir og lát netið, sem þeir lögðu, veiða þá sjálfa. Lát þá falla í eigin gryfju. Taldi bænahring hafa bjargað Seyðfirðingum og faraldurinn satanískan Þröstur hefur ítrekað borið fyrir sig Biblíuna og vísað til guðlegrar forsjónar á fundum Múlaþings í gegnum tíðina. Eftir miklar aurskriður á Seyðisfirði í desember 2020 þakkaði hann bænahring í Reykjavík fyrir að ekkert manntjón varð í þeim. „Ég trúi því að skaparinn hafi kippt aðeins í spottann þar,“ sagði Þröstur á fundi sveitarstjórnar í janúar 2021. Deilt var um hæfi Þrastar til þess að fjalla um leiðarval fyrir Fjarðaheiðargöng vegna náinn fjölskyldutengsla við landeiganda fyrir þremur árum. „Ég segi nú bara drottinn guð, forseti og aðrir fundarmenn,“ sagði Þröstur eftir að aðrir sveitarstjórnarmenn lögðu fram tillögu um vanhæfi hans. Ári seinna neitaði Þröstur að víkja af fundi þegar rætt var um skipulagsbreytingar vegna gangnaáformanna. Líkti hann sér þá við Pétur postula. „Það er búið að kjósa mig vanhæfan hér, og þar með eigi ég að víkja úr sæti. Og þá segi ég eins og Pétur postuli frami fyrir yfirvöldum í Jerúsalem: Til þess að gæta að lýðræði, kærleika, sannleika og tjáningarfrelsi í þessu landi. „Framar ber að hlýða Guði en mönnum.“ Og ég mun sitja sem fastast,“ útskýrði hann. Á meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð tók Þröstur undir bandarískar samsæriskenningar um að hann hefði verið skipulagður af öflum sem sæktust eftir heimsyfirráðum. Kallaði hann faraldurinn „satanískan“ faraldur sem hefði verið skipulagður af mönnum.
Sveitarstjórnarmál Trúmál Múlaþing Miðflokkurinn Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira