Forsætisráðherra Sómalíu, Mohamed Al Gedi, skýrði frá því í kvöld að þing landsins myndi lýsa yfir herlögum frá og með laugardeginum og að þau myndu standa í þrjá mánuði.
Sagði hann það gert til þess að koma í veg fyrir stjórnleysi og að ef að það ætti að gera þyrfti styrkar hendur við stjórnvölin því margir minni stríðsherrar væru á sveimi í Sómalíu. Skýrði hann frá þessu þegar hann var í heimsókn í heimaþorpi sínu en þangað hefur hann ekki komið síðan 2002 þar sem uppreisnarmenn höfðu verið við völd á svæðinu.