Aðallögfræðingur Saddam Hússein sagði frá því rétt í þessu að bandarísk yfirvöld hefðu afhent Saddam Hússein íröskum yfirvöldum. Íraskur dómari sagði líka rétt í þessu að Saddam yrði tekin af lífi í síðasta lagi á laugardaginn kemur.
Samkvæmt fregnum vildi forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki, taka Saddam af lífi í gærkvöldi en vegna ýmissa vandamála var það ekki hægt. Nú sér því fyrir endann á lífi eins mesta harðstjóra sögunnar.