Raunsætt frjálslyndi Sigurjón Þórðarson skrifar 21. febrúar 2007 05:00 Varla er hægt að ímynda sér ömurlegra hlutskipti en að verða þræll fíkniefna og mikið hlýtur sú sálarangist að vera sár og slítandi að eiga barn í slíkri ánauð. Sem betur fer þekkja fæst okkar þann hrylling af eigin raun og vissulega eiga fórnarlömbin alla okkar samúð. Skipulagðri glæpastarfsemi sem miðar að því að hlekkja fjölda ungmenna við eitur má að sjálfsögðu jafna við hryðjuverk. Frjálslyndi flokkurinn hefur frá upphafi litið á það sem skyldu sína að berjast af alefli gegn þessari vá. Ég þakka Davíð Þór Jónssyni, fyrrum ritstjóra, fyrir að vekja athygli á þessu í bakþönkum sínum á baksíðu Fréttablaðsins þann 18. febrúar sl. Ég treysti því að Davíð sé í meginatriðum sammála okkur í Frjálslynda flokknum í þessu efni. Að vísu gætir dálítillar ónákvæmni hjá honum um stefnu Frjálslynda flokksins sem greinilega stafar af misskilningi. Þannig fordæmir hann frjálslynda vegna þess að hann telur að þeir líti á fíkla sem hryðjuverkamenn. Þetta er ekki rétt. Frjálslyndir líta á fíkla sem sjúklinga og vilja rétta þeim og aðstandendum þeirra hjálparhönd með öllum þeim ráðum sem tiltæk eru. Í greininni fordæmdi Davíð Þór Jónsson enn fremur meinta refsigleði frjálslyndra og taldi þá vilja þyngja dóma. Frjálslyndir eru sammála Davíð í því að þyngri dómar hafa ekki skilað neinum árangri í baráttu við fíkniefni, þess vegna hafa þeir aldrei lagt til þyngri refsingar í þeim málaflokki. Misskilningur Davíðs liggur greinilega í því að Frjálslyndi flokkurinn vill efla forvarnir gegn fíkniefnum, vill t.d. að gengið verði úr skugga um sakaferil manna sem hingað koma til lengri dvalar. Aðrar þjóðir fara fram á slíkar upplýsingar. Reynsla okkar Íslendinga er á þann veg að þessa gerist þörf hér líka, því miður. Að lokum fagna ég því að Davíð Þór Jónsson skuli sýna málflutningi frjálslyndra áhuga og hvet hann eindregið til að halda áfram að kynna sér stefnu flokksins. Geri hann það vænti ég þess að hann muni verða skeleggur talsmaður flokksins. Höfundur er alþingismaður. Þannig fordæmir hann frjálslynda vegna þess að hann telur að þeir líti á fíkla sem hryðjuverkamenn. Þetta er ekki rétt. Frjálslyndir líta á fíkla sem sjúklinga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Varla er hægt að ímynda sér ömurlegra hlutskipti en að verða þræll fíkniefna og mikið hlýtur sú sálarangist að vera sár og slítandi að eiga barn í slíkri ánauð. Sem betur fer þekkja fæst okkar þann hrylling af eigin raun og vissulega eiga fórnarlömbin alla okkar samúð. Skipulagðri glæpastarfsemi sem miðar að því að hlekkja fjölda ungmenna við eitur má að sjálfsögðu jafna við hryðjuverk. Frjálslyndi flokkurinn hefur frá upphafi litið á það sem skyldu sína að berjast af alefli gegn þessari vá. Ég þakka Davíð Þór Jónssyni, fyrrum ritstjóra, fyrir að vekja athygli á þessu í bakþönkum sínum á baksíðu Fréttablaðsins þann 18. febrúar sl. Ég treysti því að Davíð sé í meginatriðum sammála okkur í Frjálslynda flokknum í þessu efni. Að vísu gætir dálítillar ónákvæmni hjá honum um stefnu Frjálslynda flokksins sem greinilega stafar af misskilningi. Þannig fordæmir hann frjálslynda vegna þess að hann telur að þeir líti á fíkla sem hryðjuverkamenn. Þetta er ekki rétt. Frjálslyndir líta á fíkla sem sjúklinga og vilja rétta þeim og aðstandendum þeirra hjálparhönd með öllum þeim ráðum sem tiltæk eru. Í greininni fordæmdi Davíð Þór Jónsson enn fremur meinta refsigleði frjálslyndra og taldi þá vilja þyngja dóma. Frjálslyndir eru sammála Davíð í því að þyngri dómar hafa ekki skilað neinum árangri í baráttu við fíkniefni, þess vegna hafa þeir aldrei lagt til þyngri refsingar í þeim málaflokki. Misskilningur Davíðs liggur greinilega í því að Frjálslyndi flokkurinn vill efla forvarnir gegn fíkniefnum, vill t.d. að gengið verði úr skugga um sakaferil manna sem hingað koma til lengri dvalar. Aðrar þjóðir fara fram á slíkar upplýsingar. Reynsla okkar Íslendinga er á þann veg að þessa gerist þörf hér líka, því miður. Að lokum fagna ég því að Davíð Þór Jónsson skuli sýna málflutningi frjálslyndra áhuga og hvet hann eindregið til að halda áfram að kynna sér stefnu flokksins. Geri hann það vænti ég þess að hann muni verða skeleggur talsmaður flokksins. Höfundur er alþingismaður. Þannig fordæmir hann frjálslynda vegna þess að hann telur að þeir líti á fíkla sem hryðjuverkamenn. Þetta er ekki rétt. Frjálslyndir líta á fíkla sem sjúklinga
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun