Ekki stíll KR að skora 61 stig í leik 2. apríl 2007 00:01 Tyson Patterson KR-ingar eru komnir upp að vegg í úrslitakeppni Iceland Express-deildarinnar eftir tap í þriðja leiknum gegn Snæfelli á laugardag. Áhyggjur KR-inga ná einnig til ástandsins á leikstjórnanda liðsins, Tyson Patterson, sem var ekkert með síðustu átta mínútur síðasta leiks vegna meiðsla á kálfa. „Þetta eru ekki alvarleg meiðsli en þau eru samt að stríða mér. Stundum getum maður spilað í gegnum meiðslin en stundum ekki,” sagði Tyson sem skoraði aðeins 4 stig í þriðja leiknum. „Við verðum að vinna í kvöld. Við höfum tapað tveimur leikjum í röð þar sem sigurinn hefði getað fallið hvorum megin sem var,” segir Tyson sem er ekkert farinn að hugsa um sumafríið. „Við höfum enn mikla trú á okkar liði. Við höfum verið í þessari stöðu áður og komum þá sterkir og baráttuglaðir til baka og unnum,” sagði Tyson en einn besti leikur KR-liðsins var einmitt í sigri á ÍR-ingum í Seljaskólanum. Með þeim sigri nældu KR-ingar sér í oddaleik á heimavelli og það er markmiðið í leiknum í kvöld. „Vörnin er góð en sóknarleikurinn hefur oft verið í tómu rugli. Brynjar er frábær leikmaður og bar okkur í síðasta leik en við þurfum meira framlag frá öllum liðinu, það þurfa fleiri að skora. Það er ekki stíll KR-liðsins að skora 61 stig því við erum vanir því að skora 80 eða 90 stig í leik,” segir Tyson sem er ekkert að skorast undan því að hann sjálfur þurfi að gera meira. „Við þurfum að fá meira af þessum auðveldu körfum úr hraðaupphlaupum. Fannar þarf að skora meira, ég þarf að skora meira líkt og JJ. Það að allir séu að skora er einn okkar helsti styrkur,” segir Tyson sem horfði upp á Justin Shouse skora sigurkörfuna í síðasta leik. „Ég vona að ég þurfi ekki að skora sigurkörfuna í kvöld því það er ekki stefnan að leikurinn verði svo jafn í lokin. Ég legg áherslu á að halda öllum inni í leiknum og láta boltann ganga. Þegar allir snerta boltann og allir eru með í sókninni þá erum við sterkastir. Við mætum fullir sjálfstrausts í Hólminn. Við vitum að við getum unnið þá. Þeir eru með gott lið en við vitum að okkar lið er betra,” sagði Tyson. Leikur Snæfells og KR hefst klukkan 19.15 en klukkan 20.00 spila Grindavík og Njarðvík í Grindavík og þar geta Íslandsmeistarar Njarðvíkur komist í lokaúrslitin með sigri. Dominos-deild karla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Fleiri fréttir Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur Sjá meira
KR-ingar eru komnir upp að vegg í úrslitakeppni Iceland Express-deildarinnar eftir tap í þriðja leiknum gegn Snæfelli á laugardag. Áhyggjur KR-inga ná einnig til ástandsins á leikstjórnanda liðsins, Tyson Patterson, sem var ekkert með síðustu átta mínútur síðasta leiks vegna meiðsla á kálfa. „Þetta eru ekki alvarleg meiðsli en þau eru samt að stríða mér. Stundum getum maður spilað í gegnum meiðslin en stundum ekki,” sagði Tyson sem skoraði aðeins 4 stig í þriðja leiknum. „Við verðum að vinna í kvöld. Við höfum tapað tveimur leikjum í röð þar sem sigurinn hefði getað fallið hvorum megin sem var,” segir Tyson sem er ekkert farinn að hugsa um sumafríið. „Við höfum enn mikla trú á okkar liði. Við höfum verið í þessari stöðu áður og komum þá sterkir og baráttuglaðir til baka og unnum,” sagði Tyson en einn besti leikur KR-liðsins var einmitt í sigri á ÍR-ingum í Seljaskólanum. Með þeim sigri nældu KR-ingar sér í oddaleik á heimavelli og það er markmiðið í leiknum í kvöld. „Vörnin er góð en sóknarleikurinn hefur oft verið í tómu rugli. Brynjar er frábær leikmaður og bar okkur í síðasta leik en við þurfum meira framlag frá öllum liðinu, það þurfa fleiri að skora. Það er ekki stíll KR-liðsins að skora 61 stig því við erum vanir því að skora 80 eða 90 stig í leik,” segir Tyson sem er ekkert að skorast undan því að hann sjálfur þurfi að gera meira. „Við þurfum að fá meira af þessum auðveldu körfum úr hraðaupphlaupum. Fannar þarf að skora meira, ég þarf að skora meira líkt og JJ. Það að allir séu að skora er einn okkar helsti styrkur,” segir Tyson sem horfði upp á Justin Shouse skora sigurkörfuna í síðasta leik. „Ég vona að ég þurfi ekki að skora sigurkörfuna í kvöld því það er ekki stefnan að leikurinn verði svo jafn í lokin. Ég legg áherslu á að halda öllum inni í leiknum og láta boltann ganga. Þegar allir snerta boltann og allir eru með í sókninni þá erum við sterkastir. Við mætum fullir sjálfstrausts í Hólminn. Við vitum að við getum unnið þá. Þeir eru með gott lið en við vitum að okkar lið er betra,” sagði Tyson. Leikur Snæfells og KR hefst klukkan 19.15 en klukkan 20.00 spila Grindavík og Njarðvík í Grindavík og þar geta Íslandsmeistarar Njarðvíkur komist í lokaúrslitin með sigri.
Dominos-deild karla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Fleiri fréttir Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli