Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá hefur Breiðablik ráðið Einar Árna Jóhannsson, fyrrum þjálfara Njarðvíkur, sem þjálfara hjá sér.
Einar Árni skrifaði undir samning við Blika í gær en hann mun þjálfa meistaraflokk félagsins ásamt að vera yfirþjálfari unglingaflokka hjá félaginu.
Blikar búast við miklu af Einari Árna á komandi árum en honum er ætlað að búa til samkeppnishæft lið í efstu deild hjá Blikum þar sem ágætur efniviður er til staðar.