Kallað eftir þjóðhátíðarstemningu í Höllinni 17. júní 2007 10:15 fréttablaðið/alexandar djurovic Laust sæti á Evrópumótinu í Noregi er undir í kvöld. Sterkt lið Serba er komið hingað til lands og búast má við rafmagnaðri stemningu í Laugardalshöllinni. Strákarnir í landsliðinu eru jákvæðnir og bjartsýnir fyrir verkefninu og þrátt fyrir eins marks tap í fyrri leiknum ytra eru þeir sammála um að möguleikinn sé mjög góður. Íslenska liðið á að vera betra en það serbneska, Guðjón Valur Sigurðsson efast ekki um það. „Ef við náum að spila okkar leik er ég nokkuð viss um að þeir muni brotna. Það er það sem við þurfum að einblína á, að vera með brjálaða vörn alveg frá fyrstu mínútu. Þurfum líka að ná upp hraðaupphlaupum og keyra yfir þá strax. Þá er ég viss um að þeir sjá að þeir hafa ekkert hingað að sækja," sagði Guðjón. Guðjón var nokkuð sáttur með leikinn ytra en auglýsti eftir stórleik frá Loga Geirssyni í kvöld. „Það þarf að koma meiri ógn af vinstri vængnum hjá okkur. Ég er pottþéttur á því að Logi á eftir að spila einn sinn besta leik á sunnudaginn. Meðan vörnin stendur og ef Birkir ver eins og hann gerði úti þá verður kátt í Höllinni og ég vona að við eigum eftir að eiga glaðan 17. júní," sagði Guðjón Valur. Guðjón býst við Serbunum enn sterkari en í fyrri leiknum. „Ég geri ráð fyrir því að þeir spili betri handbolta en þeir gerðu úti. Þeir voru að reyna að æsa okkur upp með lúmskum höggum og alls kyns leiðindum, vildu æsa sína áhorfendur upp. Hérna geta þeir það ekkert, það er líka stuttur þráður í þeim flestum. Ef þeir einbeita sér bara að því að spila handbolta eru þeir með frábært lið en þeir vilja oft gleyma sér í ruddaskapnum," sagði Guðjón. Þeir sem voru í Laugardalshöllinni í fyrra fyrir réttu ári gleyma því seint þegar Svíagrýlan var kvödd á brott. „Ég á von á alveg eins stemningu, ef ekki betri, núna. Þetta er ekki bara ótrúleg upplifun fyrir okkur leikmenn heldur alla sem eru í Höllinni held ég. Ég held að ég tali fyrir hönd allra strákanna þegar ég segi að við hlökkum rosalega til leiksins. Það er einstakt að fá að spila svona stóran leik á Íslandi fyrir framan troðfulla Laugardalshöll. Við ætlum að njóta dagsins," sagði Snorri Steinn Guðjónsson. Guðjón var á sama máli. „Áhorfendur á völlinn og þeir geta drifið okkur áfram. Þetta byrjar á okkur leikmönnum en ef við náum þessu öllu upp er ég 100 prósent viss um að við förum með sigur af hólmi," sagði Guðjón. Íslenski handboltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Sjá meira
Laust sæti á Evrópumótinu í Noregi er undir í kvöld. Sterkt lið Serba er komið hingað til lands og búast má við rafmagnaðri stemningu í Laugardalshöllinni. Strákarnir í landsliðinu eru jákvæðnir og bjartsýnir fyrir verkefninu og þrátt fyrir eins marks tap í fyrri leiknum ytra eru þeir sammála um að möguleikinn sé mjög góður. Íslenska liðið á að vera betra en það serbneska, Guðjón Valur Sigurðsson efast ekki um það. „Ef við náum að spila okkar leik er ég nokkuð viss um að þeir muni brotna. Það er það sem við þurfum að einblína á, að vera með brjálaða vörn alveg frá fyrstu mínútu. Þurfum líka að ná upp hraðaupphlaupum og keyra yfir þá strax. Þá er ég viss um að þeir sjá að þeir hafa ekkert hingað að sækja," sagði Guðjón. Guðjón var nokkuð sáttur með leikinn ytra en auglýsti eftir stórleik frá Loga Geirssyni í kvöld. „Það þarf að koma meiri ógn af vinstri vængnum hjá okkur. Ég er pottþéttur á því að Logi á eftir að spila einn sinn besta leik á sunnudaginn. Meðan vörnin stendur og ef Birkir ver eins og hann gerði úti þá verður kátt í Höllinni og ég vona að við eigum eftir að eiga glaðan 17. júní," sagði Guðjón Valur. Guðjón býst við Serbunum enn sterkari en í fyrri leiknum. „Ég geri ráð fyrir því að þeir spili betri handbolta en þeir gerðu úti. Þeir voru að reyna að æsa okkur upp með lúmskum höggum og alls kyns leiðindum, vildu æsa sína áhorfendur upp. Hérna geta þeir það ekkert, það er líka stuttur þráður í þeim flestum. Ef þeir einbeita sér bara að því að spila handbolta eru þeir með frábært lið en þeir vilja oft gleyma sér í ruddaskapnum," sagði Guðjón. Þeir sem voru í Laugardalshöllinni í fyrra fyrir réttu ári gleyma því seint þegar Svíagrýlan var kvödd á brott. „Ég á von á alveg eins stemningu, ef ekki betri, núna. Þetta er ekki bara ótrúleg upplifun fyrir okkur leikmenn heldur alla sem eru í Höllinni held ég. Ég held að ég tali fyrir hönd allra strákanna þegar ég segi að við hlökkum rosalega til leiksins. Það er einstakt að fá að spila svona stóran leik á Íslandi fyrir framan troðfulla Laugardalshöll. Við ætlum að njóta dagsins," sagði Snorri Steinn Guðjónsson. Guðjón var á sama máli. „Áhorfendur á völlinn og þeir geta drifið okkur áfram. Þetta byrjar á okkur leikmönnum en ef við náum þessu öllu upp er ég 100 prósent viss um að við förum með sigur af hólmi," sagði Guðjón.
Íslenski handboltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Sjá meira