Valskonur flugu á toppinn 19. ágúst 2007 00:01 Valskonan Margrét Lára Viðarsdóttir skorar hér úr vítaspyrnu, eitt af sex mörkum sínum í gær. MYND/Hilmar Bragi Kvennalið Vals er í miklu stuði þessa dagana og liðið sýndi það og sannaði með því að bursta Keflavík 9-0 á útivelli í Landsbankadeild kvenna í gær. Þetta var fyrsti deildarleikur Valsliðsins eftir að liðið vann Evrópuriðil sinn í Færeyjum á dögunum. Eftir leikinn er Valur og KR jöfn að stigum en Valsliðið hefur 12 marka forskot í markatölu. Valsliðið skoraði ellefu mörk í síðustu tveimur leikjum sínum í Evrópukeppninni og markaveislan hélt áfram í Keflavík í gær. Stórsigurinn kom þó nokkuð á óvart þar sem Keflavík er í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar hafði unnið fimm heimaleiki sína fyrstu með markatölunni 21-3. Markahæsti leikmaður deildarinnar, Margrét Lára Viðarsdóttir, skoraði sex mörk í leiknum og er því búin að skora yfir tuttugu mörk fjórða sumarið í röð í úrvalsdeild kvenna. Katrín Jónsdóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir og Nína Ósk Kristinsdóttir skoruðu hin þrjú mörk Valsliðsins í gær. „Við spiluðum bara gríðarlega vel og þá sérstaklega þessar 20 mínútur í fyrri hálfleik þegar við skoruðum sjö mörk. Við spiluðum þá frábæran tuttugu mínútna kafla og kláruðum leikinn. Við ætluðum að keyra yfir þær í síðari hálfleik en það var komin þreyta í liðið eftir að hafa spilað þrjá leiki á sex dögum í Evrópukeppninni og svo fjórða leikinn fjórum dögum síðar. Við vorum orðnar þreyttar en liðið er fullt sjálfstrausts núna, við spilum virkilega vel bæði sóknar- og varnarlega og við kláruðum þennan leik á egóinu," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir eftir leikinn en þetta var fjórði leikur liðsins á aðeins tíu dögum. „Við erum á góðri leið og verðum líka að vera það ef við ætlum að vera í þessari titilbaráttu. Hún er hörð og mun verða enn harðari eftir því sem líður á. Við hugsum bara um að vinna hvern einasta leik sem við förum í og þá vitum við hvar við stöndum í september," sagði Margrét Lára sem hefur þar með skorað 24 mörk í ellefu leikjum í Landsbankadeildinni í sumar en þetta var önnur „sexa" hennar í síðustu þremur leikjum. Þór/KA vann Fylki 1-0 í Árbænum í hinum leik gærdagsins og það var Rakel Hönnudóttir sem skoraði eina mark leiksins á 30. mínútu en hún hefur skorað 5 af 10 mörkum liðsins í sumar. Fylkir lék manni færri síðustu 15 mínúturnar eftir að Ragna Björg Einarsdóttir fékk sitt annað gula spjald. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Kvennalið Vals er í miklu stuði þessa dagana og liðið sýndi það og sannaði með því að bursta Keflavík 9-0 á útivelli í Landsbankadeild kvenna í gær. Þetta var fyrsti deildarleikur Valsliðsins eftir að liðið vann Evrópuriðil sinn í Færeyjum á dögunum. Eftir leikinn er Valur og KR jöfn að stigum en Valsliðið hefur 12 marka forskot í markatölu. Valsliðið skoraði ellefu mörk í síðustu tveimur leikjum sínum í Evrópukeppninni og markaveislan hélt áfram í Keflavík í gær. Stórsigurinn kom þó nokkuð á óvart þar sem Keflavík er í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar hafði unnið fimm heimaleiki sína fyrstu með markatölunni 21-3. Markahæsti leikmaður deildarinnar, Margrét Lára Viðarsdóttir, skoraði sex mörk í leiknum og er því búin að skora yfir tuttugu mörk fjórða sumarið í röð í úrvalsdeild kvenna. Katrín Jónsdóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir og Nína Ósk Kristinsdóttir skoruðu hin þrjú mörk Valsliðsins í gær. „Við spiluðum bara gríðarlega vel og þá sérstaklega þessar 20 mínútur í fyrri hálfleik þegar við skoruðum sjö mörk. Við spiluðum þá frábæran tuttugu mínútna kafla og kláruðum leikinn. Við ætluðum að keyra yfir þær í síðari hálfleik en það var komin þreyta í liðið eftir að hafa spilað þrjá leiki á sex dögum í Evrópukeppninni og svo fjórða leikinn fjórum dögum síðar. Við vorum orðnar þreyttar en liðið er fullt sjálfstrausts núna, við spilum virkilega vel bæði sóknar- og varnarlega og við kláruðum þennan leik á egóinu," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir eftir leikinn en þetta var fjórði leikur liðsins á aðeins tíu dögum. „Við erum á góðri leið og verðum líka að vera það ef við ætlum að vera í þessari titilbaráttu. Hún er hörð og mun verða enn harðari eftir því sem líður á. Við hugsum bara um að vinna hvern einasta leik sem við förum í og þá vitum við hvar við stöndum í september," sagði Margrét Lára sem hefur þar með skorað 24 mörk í ellefu leikjum í Landsbankadeildinni í sumar en þetta var önnur „sexa" hennar í síðustu þremur leikjum. Þór/KA vann Fylki 1-0 í Árbænum í hinum leik gærdagsins og það var Rakel Hönnudóttir sem skoraði eina mark leiksins á 30. mínútu en hún hefur skorað 5 af 10 mörkum liðsins í sumar. Fylkir lék manni færri síðustu 15 mínúturnar eftir að Ragna Björg Einarsdóttir fékk sitt annað gula spjald.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira