Fjölga þarf störfum á Vestfjörðum 20. ágúst 2007 05:15 Undirritaður setti fram tillögu í ársbyrjun 2003, um að náttúruverndarsinnar sem vildu að hætt yrði við Kárahnjúka og álver eystra, kæmu vestur og sköpuðu þar þau 700 störf sem þeir sögðust skapa fyrir austan ef hætt yrði við framkvæmdir þar. Ekki hefur bólað á þeim störfum enn þá. Sú viðleitni hefur þó verið sýnd að benda bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar á að undirbúa hvalaskoðun vestra. Í framhaldi af tillögunni ákváðu sveitarfélög á Vestfjörðum að undirbúa skilgreiningu á Vestfjörðum sem svæði er byggði á sjálfbærri þróun og talað var um stóriðjulausa Vestfirði. Á þessum fjórum árum hefur okkur hins vegar ekki tekist að fjölga störfum það mikið að tekist hafi að snúa búsetuþróuninni við. Þegar hugmyndir um olíuhreinsunarstöð voru settar fram voru fyrstu viðbrögð undirritaðs að þetta gæti ekki passað inn í okkar umhverfi og atvinnulíf fyrir vestan enda starfsemin risavaxin. Við nánari athugun og eftir að hafa skoðað olíuhreinsunarstöðvar þá er ég þeirrar skoðunar að svona starfsemi eigi að komast fyrir í okkar landshluta enda hefur olíuhreinsunarstöð fyrst og fremst áhrif á sitt nánasta umhverfi en breytir ekki ímynd annarra svæða og Vestfjarða í heild. Umhverfisverndarsinnar hafa áhyggjur af mengun frá olíuhreinsunarstöðvum. Það er eðlilegt. Þó verður að hafa í huga að olíuhreinsunsarstöðvar menga ekki meira en sem nemur magni eldsneytis sem notað er í heiminum. Til að draga úr mengun þarf að minnka notkunina sem ræður því hver þörfin fyrir olíuhreinsunarstöðvar er. Iðnaðarráðherra sagði frá því í fjölmiðlum á dögunum að ríkisstjórn Íslands hefði aukið fjárframlag til olíuleitar í íslenskri lögsögu. Einnig að ef olía fyndist yrði það mikil búbót fyrir Ísland. Ef Íslendingar finna olíu þá hljóta þeir að ætla að vinna hana líka. Þá er gott að eiga olíuhreinsunarstöð sem getur tekið við olíunni sem ríkisstjórnin lætur nú leita að.Höfundur er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Halldórsson Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Undirritaður setti fram tillögu í ársbyrjun 2003, um að náttúruverndarsinnar sem vildu að hætt yrði við Kárahnjúka og álver eystra, kæmu vestur og sköpuðu þar þau 700 störf sem þeir sögðust skapa fyrir austan ef hætt yrði við framkvæmdir þar. Ekki hefur bólað á þeim störfum enn þá. Sú viðleitni hefur þó verið sýnd að benda bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar á að undirbúa hvalaskoðun vestra. Í framhaldi af tillögunni ákváðu sveitarfélög á Vestfjörðum að undirbúa skilgreiningu á Vestfjörðum sem svæði er byggði á sjálfbærri þróun og talað var um stóriðjulausa Vestfirði. Á þessum fjórum árum hefur okkur hins vegar ekki tekist að fjölga störfum það mikið að tekist hafi að snúa búsetuþróuninni við. Þegar hugmyndir um olíuhreinsunarstöð voru settar fram voru fyrstu viðbrögð undirritaðs að þetta gæti ekki passað inn í okkar umhverfi og atvinnulíf fyrir vestan enda starfsemin risavaxin. Við nánari athugun og eftir að hafa skoðað olíuhreinsunarstöðvar þá er ég þeirrar skoðunar að svona starfsemi eigi að komast fyrir í okkar landshluta enda hefur olíuhreinsunarstöð fyrst og fremst áhrif á sitt nánasta umhverfi en breytir ekki ímynd annarra svæða og Vestfjarða í heild. Umhverfisverndarsinnar hafa áhyggjur af mengun frá olíuhreinsunarstöðvum. Það er eðlilegt. Þó verður að hafa í huga að olíuhreinsunsarstöðvar menga ekki meira en sem nemur magni eldsneytis sem notað er í heiminum. Til að draga úr mengun þarf að minnka notkunina sem ræður því hver þörfin fyrir olíuhreinsunarstöðvar er. Iðnaðarráðherra sagði frá því í fjölmiðlum á dögunum að ríkisstjórn Íslands hefði aukið fjárframlag til olíuleitar í íslenskri lögsögu. Einnig að ef olía fyndist yrði það mikil búbót fyrir Ísland. Ef Íslendingar finna olíu þá hljóta þeir að ætla að vinna hana líka. Þá er gott að eiga olíuhreinsunarstöð sem getur tekið við olíunni sem ríkisstjórnin lætur nú leita að.Höfundur er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun