Fátt um svör um framtíð Kolaportsins 24. september 2007 00:01 Gestir og rekstraraðilar Kolaportsins hafa enn engin svör fengið um hvernig brugðist verði við yfir fjögur þúsund undirskriftum sem söfnuðust á einni helgi vegna yfirvofandi framkvæmda við að breyta Tollhúsinu, Tryggvagötu 19, í bílastæði. Ef í þær verður ráðist leggst starfsemi Kolaportsins af í hálft annað ár og verulega þrengir að starfseminni til frambúðar. Tveir inngangar Kolaportsins hverfa, fimmtungur gólfflatarins einnig og lofthæð aðalsölurýmisins lækkar um helming. Það er mjög ósannfærandi að ekki sé hægt að mæta bílastæðaþörf starfsfólks öðru vísi, líkt og talsmaður fjármálaráðuneytisins hefur látið hafa eftir sér. Hinum megin götunnar er verið að steypa stærsta bílakjallara landsins með 1.600 stæðum, neðanjarðar. Í þessu máli koma saman ótalmargir þættir sem eiga að vera leiðarljós við stjórn borgarinnar: að standa vörð um öfluga og skemmtilega miðborg, að stuðla að félagslegri fjölbreytni og gera hinum margbreytilegu litum mannlífsins öllum jafnhátt undir höfði. Kolaportið er ómissandi fyrir ótalmarga. Vandræðaleg og hikandi viðbrögð borgarstjóra við áskorunum um að standa vörð um Kolaportið hljóta því að vekja athygli. Í Reykjavík erum við nú að sjá ávexti framsýnnar stefnu um uppbyggingu og eflingu miðborgarinnar. Sú stefna var mörkuð fyrir áratug þegar miðborgin var í sögulegri lægð. Við sjáum ávextina í hinum nýja og lifandi Austurvelli, endurbættum Skólavörðustíg, Laugavegi og Bankastræti og skemmtilegri veitinga- og kaffihúsamenningu. Miðborgarstefnan mun ekki síður sjást í nýjum íbúðahverfum sem skipulögð hafa verið á Slippasvæðinu og við Hlemm, í staðsetningu Tónlistar- og ráðstefnuhússins við höfnina, fimm stjörnu hóteli og höfuðstöðvum Landsbankans á sama svæði og í endurnýjun Lækjartorgs og Kvosar. Þá má nefna a.mk. þrjá nýja verslunarkjarna sem eru í farvatninu við Laugaveg. Allt eru þetta stefnu- og baráttumál Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Mikilvægi Kolaportsins minnkar ekki vegna þessara væntanlegu glæsibygginga, það eykst. Kolaportið er einfaldlega ómissandi vídd sem ekki má tapast. Við værum öll fátækari ef allt verður hvítskúraður marmari og miðborgin okkar lúxusvædd. Þetta skilja fjöldamargir og vinir Kolaportsins skipta tugum þúsunda. Þeir eiga rétt á svörum.Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Gestir og rekstraraðilar Kolaportsins hafa enn engin svör fengið um hvernig brugðist verði við yfir fjögur þúsund undirskriftum sem söfnuðust á einni helgi vegna yfirvofandi framkvæmda við að breyta Tollhúsinu, Tryggvagötu 19, í bílastæði. Ef í þær verður ráðist leggst starfsemi Kolaportsins af í hálft annað ár og verulega þrengir að starfseminni til frambúðar. Tveir inngangar Kolaportsins hverfa, fimmtungur gólfflatarins einnig og lofthæð aðalsölurýmisins lækkar um helming. Það er mjög ósannfærandi að ekki sé hægt að mæta bílastæðaþörf starfsfólks öðru vísi, líkt og talsmaður fjármálaráðuneytisins hefur látið hafa eftir sér. Hinum megin götunnar er verið að steypa stærsta bílakjallara landsins með 1.600 stæðum, neðanjarðar. Í þessu máli koma saman ótalmargir þættir sem eiga að vera leiðarljós við stjórn borgarinnar: að standa vörð um öfluga og skemmtilega miðborg, að stuðla að félagslegri fjölbreytni og gera hinum margbreytilegu litum mannlífsins öllum jafnhátt undir höfði. Kolaportið er ómissandi fyrir ótalmarga. Vandræðaleg og hikandi viðbrögð borgarstjóra við áskorunum um að standa vörð um Kolaportið hljóta því að vekja athygli. Í Reykjavík erum við nú að sjá ávexti framsýnnar stefnu um uppbyggingu og eflingu miðborgarinnar. Sú stefna var mörkuð fyrir áratug þegar miðborgin var í sögulegri lægð. Við sjáum ávextina í hinum nýja og lifandi Austurvelli, endurbættum Skólavörðustíg, Laugavegi og Bankastræti og skemmtilegri veitinga- og kaffihúsamenningu. Miðborgarstefnan mun ekki síður sjást í nýjum íbúðahverfum sem skipulögð hafa verið á Slippasvæðinu og við Hlemm, í staðsetningu Tónlistar- og ráðstefnuhússins við höfnina, fimm stjörnu hóteli og höfuðstöðvum Landsbankans á sama svæði og í endurnýjun Lækjartorgs og Kvosar. Þá má nefna a.mk. þrjá nýja verslunarkjarna sem eru í farvatninu við Laugaveg. Allt eru þetta stefnu- og baráttumál Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Mikilvægi Kolaportsins minnkar ekki vegna þessara væntanlegu glæsibygginga, það eykst. Kolaportið er einfaldlega ómissandi vídd sem ekki má tapast. Við værum öll fátækari ef allt verður hvítskúraður marmari og miðborgin okkar lúxusvædd. Þetta skilja fjöldamargir og vinir Kolaportsins skipta tugum þúsunda. Þeir eiga rétt á svörum.Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun