Vinna eldsneyti úr mengandi útblæstri 16. október 2007 16:25 Orkufélag í eigu bandarískra og íslenskra aðila stefir að því að hefja framleiðslu á metanóli úr útblæstri álvera á næsta ári. Markaðurinn/GVA Carbon Recycling International, félag í eigu bandarískra og íslenskra aðila, hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við íslenskt raforkufyrirtæki um byggingu þriggja til fimm megavatta tilraunaverksmiðju hér á landi. Með með tækni fyrirtækisins verður til dæmis hægt að vinna metanól úr útblæstri álvera í Helguvík og Bakka, sem unnið er frekar yfir í bensín á óbreytta bíla og önnur ökutæki. Búnaður Carbon Recycling International tekur við útblæstri álvera áður en hann fer úr kerjum í hreinsibúnað þeirra. Gangi allt eftir er reiknað með að tæknin geti minnkað losun koltvísýringsútblásturs álvera um rúm níutíu prósent. Búist er við að sömu tækni verði hægt að nýta fyrir raforkuver erlendis sem vinna raforku úr kolum og hafa fram til þessa mengað mikið. Fyrirtækið mun boða til fréttamannafundar á miðvikudag í næstu viku en kynna sig frekar fyrir fjárfestum á fjárfestaþingi Seed Forum tveimur dögum síðar. Stefnt er að því að fyrsta verksmiðjan taki til starfa að ári og geti framleitt allt að tíu þúsund lítra af metanóli á dag, sem verður unnið yfir í fimm þúsund lítra af bensíni. Búið er að ljúka gerð tilraunaverksmiðju sem gefur af sér nokkrar lítra á dag af metanóli. Á bak við Carbon Recycling International standa meðal annars Nóbelsverðlaunahafi í efnafræði árið 1994 og yfirmaður Mars-verkefnis bandarísku geimvísindastofnunarinnar (NASA) auk fyrrum forstjóra bandarísks orkufyrirtækis og fjögurra íslenskra prófessora í orku- og umhverfisfræðum. Þá er á bak við það íslenskt olíufélag, bankar og um þrjátíu einstakir fjárfestar sem eru flestir Íslendingar. Andri Ottesen, framkvæmdastjóri Klaks nýsköpunarmiðstöðvar, segir forsvarsmenn félagsins hafa fundað með íslenskum ráðamönnum og hafi margir þeirra lýsti yfir velvilja og ánægju með tækni fyrirtækisins. Hann segir mikla grósku í orkugeiranum um þessar mundir þar sem heimsmarkaðsverð á eldsneyti sé í hæstu hæðum auk þess sem reiknað sé með að olíulindir heimsins muni einungis gefa af sér til næstu hundrað ára í viðbót. Mýmargir möguleikar séu því í skoðun víða um heim til að búa til orkugjafa fyrir bíla í stað olíu. Markaðir Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Carbon Recycling International, félag í eigu bandarískra og íslenskra aðila, hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við íslenskt raforkufyrirtæki um byggingu þriggja til fimm megavatta tilraunaverksmiðju hér á landi. Með með tækni fyrirtækisins verður til dæmis hægt að vinna metanól úr útblæstri álvera í Helguvík og Bakka, sem unnið er frekar yfir í bensín á óbreytta bíla og önnur ökutæki. Búnaður Carbon Recycling International tekur við útblæstri álvera áður en hann fer úr kerjum í hreinsibúnað þeirra. Gangi allt eftir er reiknað með að tæknin geti minnkað losun koltvísýringsútblásturs álvera um rúm níutíu prósent. Búist er við að sömu tækni verði hægt að nýta fyrir raforkuver erlendis sem vinna raforku úr kolum og hafa fram til þessa mengað mikið. Fyrirtækið mun boða til fréttamannafundar á miðvikudag í næstu viku en kynna sig frekar fyrir fjárfestum á fjárfestaþingi Seed Forum tveimur dögum síðar. Stefnt er að því að fyrsta verksmiðjan taki til starfa að ári og geti framleitt allt að tíu þúsund lítra af metanóli á dag, sem verður unnið yfir í fimm þúsund lítra af bensíni. Búið er að ljúka gerð tilraunaverksmiðju sem gefur af sér nokkrar lítra á dag af metanóli. Á bak við Carbon Recycling International standa meðal annars Nóbelsverðlaunahafi í efnafræði árið 1994 og yfirmaður Mars-verkefnis bandarísku geimvísindastofnunarinnar (NASA) auk fyrrum forstjóra bandarísks orkufyrirtækis og fjögurra íslenskra prófessora í orku- og umhverfisfræðum. Þá er á bak við það íslenskt olíufélag, bankar og um þrjátíu einstakir fjárfestar sem eru flestir Íslendingar. Andri Ottesen, framkvæmdastjóri Klaks nýsköpunarmiðstöðvar, segir forsvarsmenn félagsins hafa fundað með íslenskum ráðamönnum og hafi margir þeirra lýsti yfir velvilja og ánægju með tækni fyrirtækisins. Hann segir mikla grósku í orkugeiranum um þessar mundir þar sem heimsmarkaðsverð á eldsneyti sé í hæstu hæðum auk þess sem reiknað sé með að olíulindir heimsins muni einungis gefa af sér til næstu hundrað ára í viðbót. Mýmargir möguleikar séu því í skoðun víða um heim til að búa til orkugjafa fyrir bíla í stað olíu.
Markaðir Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira