Teymi horfir til heimamarkaðar 16. október 2007 16:26 Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Teymis, og Árni Pétur Jónsson forstjóri fara yfir stöðuna eftir fyrirtækjakaup og breytingar í síðustu viku. Eins og sakir standa horfir Teymi fyrst og fremst til upplýsingatæknimarkaðar hér heima, að sögn Ólafs Þórs Jóhannessonar, framkvæmdastjóra fjármálasviðs félagsins. Hann segir horfur góðar í starfseminni og ánægju með viðskipti síðustu viku. Áherslur voru skerptar í starfsemi félagsins með kaupum á öllu hlutafé Landsteina Strengs og Hugar Ax síðasta fimmtudag og með sölu á 80 prósenta hlut í hlutdeildarfélaginu Hands Holding. Eftir þau viðskipti á Teymi 14,5 prósent í Hands Holding og nemur bókfært verð 101 milljón króna. Ábyrgð Teymis á skuldbindingum Hands Holding lækkaði hins vegar úr 7,5 milljörðum króna og nemur nú um 2,7 milljörðum. Ólafur segir Teymi allar götur hafa haft mjög mikinn áhuga á þeim einingum sem keyptar voru út úr Hands Holding. „Við höfum ekki verið að sinna þeirri þjónustu sem þessi fyrirtæki bjóða nema að mjög takmörkuðu leyti innan Teymis fram til þessa. Í sjálfu sér fyllum við með þessu upp í þjónustuframboð." Hina hliðina á skildingnum segir Ólafur snúa að skuldbindingum og eignarhaldi á Hands Holding. „Við höfum þar verið með tæplega 49 prósenta eignarhluta og verið í ábyrgðum fyrir skuldbindingum Hands Holding út af skiptingunni sem átti sér stað í fyrra," segir hann og vísar til þess þegar félaginu Dagsbrún var skipt upp í upplýsinga- og fjarskiptahlutann Teymi og fjölmiðlafyrirtækið 365, sem meðal annars gefur út Fréttablaðið og Markaðinn. „Núna minnkuðu þær ábyrgðir verulega, bæði samhliða þessum viðskiptum og öðrum sem áttu sér stað innan Hands Holding, svo sem með sölunni á Opnum kerfum." Ljóst er hins vegar orðið að Teymi og Nýherji eru stóru leikendurnir á sviði upplýsingatækninnar hér. „Þess vegna var náttúrlega mjög sérstakt að tilkynningar um viðskipti félaganna skyldu lenda á sama deginum. En þetta segir okkur kannski að enn meiri vakning sé að verða fyrir upplýsingatækni og hún að ná sér á strik aftur. Það er ekki langt síðan þessi geiri fór ansi illa í netbólutalinu öllu." Ólafur segir að innan Teymis horfi menn bjartsýnir fram á veginn enda standi að félaginu fyrirtæki sem eigi sér bæði langa og farsæla sögu. „Innan upplýsingatæknigeirans eru engin vandamál og félögin okkar að gera góða hluti. Kögun hefur unnið upp tekjutapið sem varð við brotthvarf hersins og hefur verið að vaxa töluvert með veflausnum Eskils og Innn. Í EJS höldum við náttúrlega utan um gríðarlega öflugt vörumerki Dell og Skýrr er á mjög góðri leið með sína þjónustu og að skila sínu besta ári frá upphafi." Markaðir Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Eins og sakir standa horfir Teymi fyrst og fremst til upplýsingatæknimarkaðar hér heima, að sögn Ólafs Þórs Jóhannessonar, framkvæmdastjóra fjármálasviðs félagsins. Hann segir horfur góðar í starfseminni og ánægju með viðskipti síðustu viku. Áherslur voru skerptar í starfsemi félagsins með kaupum á öllu hlutafé Landsteina Strengs og Hugar Ax síðasta fimmtudag og með sölu á 80 prósenta hlut í hlutdeildarfélaginu Hands Holding. Eftir þau viðskipti á Teymi 14,5 prósent í Hands Holding og nemur bókfært verð 101 milljón króna. Ábyrgð Teymis á skuldbindingum Hands Holding lækkaði hins vegar úr 7,5 milljörðum króna og nemur nú um 2,7 milljörðum. Ólafur segir Teymi allar götur hafa haft mjög mikinn áhuga á þeim einingum sem keyptar voru út úr Hands Holding. „Við höfum ekki verið að sinna þeirri þjónustu sem þessi fyrirtæki bjóða nema að mjög takmörkuðu leyti innan Teymis fram til þessa. Í sjálfu sér fyllum við með þessu upp í þjónustuframboð." Hina hliðina á skildingnum segir Ólafur snúa að skuldbindingum og eignarhaldi á Hands Holding. „Við höfum þar verið með tæplega 49 prósenta eignarhluta og verið í ábyrgðum fyrir skuldbindingum Hands Holding út af skiptingunni sem átti sér stað í fyrra," segir hann og vísar til þess þegar félaginu Dagsbrún var skipt upp í upplýsinga- og fjarskiptahlutann Teymi og fjölmiðlafyrirtækið 365, sem meðal annars gefur út Fréttablaðið og Markaðinn. „Núna minnkuðu þær ábyrgðir verulega, bæði samhliða þessum viðskiptum og öðrum sem áttu sér stað innan Hands Holding, svo sem með sölunni á Opnum kerfum." Ljóst er hins vegar orðið að Teymi og Nýherji eru stóru leikendurnir á sviði upplýsingatækninnar hér. „Þess vegna var náttúrlega mjög sérstakt að tilkynningar um viðskipti félaganna skyldu lenda á sama deginum. En þetta segir okkur kannski að enn meiri vakning sé að verða fyrir upplýsingatækni og hún að ná sér á strik aftur. Það er ekki langt síðan þessi geiri fór ansi illa í netbólutalinu öllu." Ólafur segir að innan Teymis horfi menn bjartsýnir fram á veginn enda standi að félaginu fyrirtæki sem eigi sér bæði langa og farsæla sögu. „Innan upplýsingatæknigeirans eru engin vandamál og félögin okkar að gera góða hluti. Kögun hefur unnið upp tekjutapið sem varð við brotthvarf hersins og hefur verið að vaxa töluvert með veflausnum Eskils og Innn. Í EJS höldum við náttúrlega utan um gríðarlega öflugt vörumerki Dell og Skýrr er á mjög góðri leið með sína þjónustu og að skila sínu besta ári frá upphafi."
Markaðir Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira