Vínsöfnurum fjölgar Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar 17. október 2007 06:00 Fyrir nokkrum árum voru vínsafnarar sjaldséðir á Íslandi. Þetta hefur breyst hratt og í dag hefur fjöldi fólks það að tómstundaiðju að koma sér upp góðu vínsafni. Þeim fjölgar líka sem hafa tekið áhugamálið skrefinu lengra og komið sér upp sérútbúnum hita- og rakastýrðum vínkjöllurum til að tryggja bestu geymslu gersemanna. Tilgangurinn er misjafn. Sumir líta á söfnunina sem góða langtímafjárfestingu. Aðrir eru einfaldlega lífsnautnamenn og vilja hafa úr nógu að velja þegar þorstinn kallar eða góða gesti ber að garði. Fyrir um fjórum árum stofnuðu þau Arnar Bjarnason og Rakel Halldórsdóttir fyrirtæki utan um innflutning á sínum helstu áhugamálum gæðavínum og -mat. Fyrirtækið fékk nafn við hæfi og heitir Vín og matur. Hjónin höfðu verið búsett bæði í Bandaríkjunum og Ítalíu, þar sem þau höfðu lært listina að þekkja og kunna að meta góð vín. „Við tókum strax þá stefnu að flytja bara inn vín sem okkur þykja góð. Þetta eru vín sem fólk kaupir til að geyma í nokkur ár og eru fulltrúar þess besta sem völ er á. En einnig flytjum við inn ódýrari vín. Eina skilyrðið sem við setjum er að þau séu sérstök,“ segir Arnar. Hjá Víni og mat hefur aðaláherslan verið lögð á ítölsk vín. Þau koma þó alls staðar að. „Íslenski markaðurinn er of lítill fyrir mikla sérhæfingu,“ segir Arnar. „Svo er vínflóran svo spennandi í heild sinni að við viljum ekki binda okkur við eitt svæði. Nýjasta viðbótin er vín frá framleiðanda í Búrgúndí-héraði í Frakklandi. „Við höfum frekar farið þá leið að kaupa sérstök vín heldur en að skipta við risafyrirtæki með stór vörumerki. Framleiðandinn í Búrgúndí er með tuttugu til þrjátíu tegundir. Við fáum þá jafnvel ekki nema tuttugu til þrjátíu flöskur af hverri tegund.“ Allt annar Arnar, Arnar Sigurðsson, tilheyrir síðarnefndum flokki safnara. Þeim sem safna fyrst og fremst fyrir sjálfa sig og sína. Um nokkurra ára skeið hefur hann verslað beint við erlenda heildsala og flutt vín hingað til lands. „Ég er lífsnautnamaður bæði á mat og vín. Ég kaupi bæði hversdagsvín til að hafa með kvöldmatnum og fínni vín fyrir sérstök tækifæri. Það eru 365 dagar í árinu, svo maður tali nú ekki um allar veislurnar og afmælin. Það fara nokkrar vínflöskur í viku hverri og þetta er fljótt að borga sig.“ Hann segir ekki hlaupið að því að fá góð vín á Íslandi. „Áhugafólki um vín fer fjölgandi en veitingastaðir hér á landi hafa verið svolítið á eftir þessari þróun. Fá veitingahús hafa almennilegan vínlager hér. Vínáhugamenn fá ekki merkileg vín, nema þá helst á Holtinu.“ Víninu safnar Arnar upp á þar til gerðu frísvæði í Bretlandi þar sem „eru engin miðaldahöft á verslun eins og á Íslandi“. Hann flytur svo hingað til lands eitt og eitt bretti í einu. Á hverju bretti eru um fimm hundruð flöskur. Arnar verslar við erlendu heildsalana af því það er hagstæðara en ekki síður af því að lögum samkvæmt má hann ekki versla við þá íslensku. „Hér ríkir einokunarréttur á smásölu á áfengi en ekki á innflutningi. Það er öllum frjálst að flytja inn vín og borga af því toll og virðisaukaskatt. ÁTVR kemur þar hvergi nálægt. Ég má því ekki versla beint við íslenska heildsala á meðan mér er frjálst að versla við kollega þeirra í útlöndum. Þetta afhjúpar náttúrlega fáránleika þessa fyrirkomulags. Ég bíð spenntur eftir því að þessar afgreiðslustofnanir ríkisins hverfi og einhver eldheitur vínáhugamaður opni hér búð með almennilegum vínum.“ Arnar gerir þó ekki ráð fyrir að hætta að kaupa vínin að utan, jafnvel þótt einokuninni yrði aflétt. Til þess hefur hann komið sér upp of persónulegum smekk. Yfirleitt kaupir hann kassa af hverri tegund, auk þess sem hann kaupir alla árganga af völdum tegundum. „Ég fylgist vel með umfjöllunum fagaðila, í tímaritum, fréttabréfum og á netinu. En ég kaupi fyrst og fremst frönsk vín frá Bordeaux og Búrgúndí-héruðunum, oftar en ekki frá sömu framleiðendunum, ár eftir ár.“ Markaðir Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Fyrir nokkrum árum voru vínsafnarar sjaldséðir á Íslandi. Þetta hefur breyst hratt og í dag hefur fjöldi fólks það að tómstundaiðju að koma sér upp góðu vínsafni. Þeim fjölgar líka sem hafa tekið áhugamálið skrefinu lengra og komið sér upp sérútbúnum hita- og rakastýrðum vínkjöllurum til að tryggja bestu geymslu gersemanna. Tilgangurinn er misjafn. Sumir líta á söfnunina sem góða langtímafjárfestingu. Aðrir eru einfaldlega lífsnautnamenn og vilja hafa úr nógu að velja þegar þorstinn kallar eða góða gesti ber að garði. Fyrir um fjórum árum stofnuðu þau Arnar Bjarnason og Rakel Halldórsdóttir fyrirtæki utan um innflutning á sínum helstu áhugamálum gæðavínum og -mat. Fyrirtækið fékk nafn við hæfi og heitir Vín og matur. Hjónin höfðu verið búsett bæði í Bandaríkjunum og Ítalíu, þar sem þau höfðu lært listina að þekkja og kunna að meta góð vín. „Við tókum strax þá stefnu að flytja bara inn vín sem okkur þykja góð. Þetta eru vín sem fólk kaupir til að geyma í nokkur ár og eru fulltrúar þess besta sem völ er á. En einnig flytjum við inn ódýrari vín. Eina skilyrðið sem við setjum er að þau séu sérstök,“ segir Arnar. Hjá Víni og mat hefur aðaláherslan verið lögð á ítölsk vín. Þau koma þó alls staðar að. „Íslenski markaðurinn er of lítill fyrir mikla sérhæfingu,“ segir Arnar. „Svo er vínflóran svo spennandi í heild sinni að við viljum ekki binda okkur við eitt svæði. Nýjasta viðbótin er vín frá framleiðanda í Búrgúndí-héraði í Frakklandi. „Við höfum frekar farið þá leið að kaupa sérstök vín heldur en að skipta við risafyrirtæki með stór vörumerki. Framleiðandinn í Búrgúndí er með tuttugu til þrjátíu tegundir. Við fáum þá jafnvel ekki nema tuttugu til þrjátíu flöskur af hverri tegund.“ Allt annar Arnar, Arnar Sigurðsson, tilheyrir síðarnefndum flokki safnara. Þeim sem safna fyrst og fremst fyrir sjálfa sig og sína. Um nokkurra ára skeið hefur hann verslað beint við erlenda heildsala og flutt vín hingað til lands. „Ég er lífsnautnamaður bæði á mat og vín. Ég kaupi bæði hversdagsvín til að hafa með kvöldmatnum og fínni vín fyrir sérstök tækifæri. Það eru 365 dagar í árinu, svo maður tali nú ekki um allar veislurnar og afmælin. Það fara nokkrar vínflöskur í viku hverri og þetta er fljótt að borga sig.“ Hann segir ekki hlaupið að því að fá góð vín á Íslandi. „Áhugafólki um vín fer fjölgandi en veitingastaðir hér á landi hafa verið svolítið á eftir þessari þróun. Fá veitingahús hafa almennilegan vínlager hér. Vínáhugamenn fá ekki merkileg vín, nema þá helst á Holtinu.“ Víninu safnar Arnar upp á þar til gerðu frísvæði í Bretlandi þar sem „eru engin miðaldahöft á verslun eins og á Íslandi“. Hann flytur svo hingað til lands eitt og eitt bretti í einu. Á hverju bretti eru um fimm hundruð flöskur. Arnar verslar við erlendu heildsalana af því það er hagstæðara en ekki síður af því að lögum samkvæmt má hann ekki versla við þá íslensku. „Hér ríkir einokunarréttur á smásölu á áfengi en ekki á innflutningi. Það er öllum frjálst að flytja inn vín og borga af því toll og virðisaukaskatt. ÁTVR kemur þar hvergi nálægt. Ég má því ekki versla beint við íslenska heildsala á meðan mér er frjálst að versla við kollega þeirra í útlöndum. Þetta afhjúpar náttúrlega fáránleika þessa fyrirkomulags. Ég bíð spenntur eftir því að þessar afgreiðslustofnanir ríkisins hverfi og einhver eldheitur vínáhugamaður opni hér búð með almennilegum vínum.“ Arnar gerir þó ekki ráð fyrir að hætta að kaupa vínin að utan, jafnvel þótt einokuninni yrði aflétt. Til þess hefur hann komið sér upp of persónulegum smekk. Yfirleitt kaupir hann kassa af hverri tegund, auk þess sem hann kaupir alla árganga af völdum tegundum. „Ég fylgist vel með umfjöllunum fagaðila, í tímaritum, fréttabréfum og á netinu. En ég kaupi fyrst og fremst frönsk vín frá Bordeaux og Búrgúndí-héruðunum, oftar en ekki frá sömu framleiðendunum, ár eftir ár.“
Markaðir Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira