Samantekt: Bekkur KR-inga sá besti í deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2007 00:01 Benedikt Guðmundsson getur óhræddur kallað á menn af bekknum hjá KR-liðinu. Fréttablaðið/daníel Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, hefur fengið 267 stig og 116 fráköst frá varamönnum í vetur. Varamenn KR skoruðu 62 stigum fleira en varamenn Hamars og Grindavíkur í eins stigs sigrum KR. Íslandsmeistarar KR-inga hafa verið með hæsta framlagið frá bekknum af öllum liðum Iceland Express deild karla en níu umferðir eru búnar af deildinni í vetur. KR hefur fengið flest stig (20,5) og flest fráköst (8,9 í leik) frá varamönnum sínum og þá hafa varmenn liðsins skilaði flestum framlagsstigum í leik. Besta dæmið um mikilvægi varamannabekksins fyrir KR-liðið hefur komið í tveimur síðustu leikjum, sem KR hefur unnið báða með aðeins einu stigi. Sá fyrri var í deildinni í Hveragerði 2. desember þar sem KR var fimmtán stigum undir, 33-18, eftir fyrsta leikhluta. Benedikt Guðmundsson fékk 26 stig frá varamönnum sínum í öðrum leikhluta sem KR vann 36-15 og kom sér aftur inn í leikinn, KR vann á endanum 91-90 og það var varamaðurinn Darri Hilmarsson sem skoraði síðustu þrjú stig liðsins þar af sigurstigið á vítalínunni sex sekúndum fyrir leikslok. Varamenn KR enduðu með 39 stig gegn aðeins 5 stigum hjá varamönnum KR. Sá seinni var í 16 liða úrslitum bikarsins gegn Grindavík á sunnudagskvöldið. KR var komið sex stigum undir þegar sex mínútur eftir en tveir þristar frá varamanninum Brynjari Þór Björnssyni og fjögur stig frá Fannari Ólafssyni spiluðu lykilihlutverk í að landa sigrinum en Fannar skoraði sigurkörfuna átta sekúndum fyrir leikslok. KR vann leikinn 104-103 og varamenn liðsins unnu baráttuna við bekk Grindvíkinga með miklum yfirburðum 37-9. Það er margt sameiginlegt með þessum leikjum. Í þeim báðum kemur varamaður sjóðheitur inn í annan leikhluta, Brynjar skoraði 18 stig í 2. leikhluta í Hveragerði og Darri skoraði 13 stig í 2. leikhluta gegn Grindavík. Í báðum leikjum eru það síðan varamenn sem tryggja sigurinn á lokasekúndum leiksins og þegar heildarstigaskor af bekknum er skoðað kemur í ljós að varamenn KR skoruðu 76 stig gegn 14 í þessum tveimur naumu sigrum. Þegar tölfræði er skoðuð yfir flest stig varamanna liðs í einum leik kemur í ljós að KR-ingar eiga þrjá af sex bestu leikjunum í vetur en ekki þó tvo þá hæstu. ÍR-ingar fengu 45 stig frá bekknum í fyrsta leik gegn Þór á Akureyri og Keflvíkingar fengu 45 stig frá bekknum gegn sama Þórsliði fimmtán dögum síðar. KR-ingar hafa mest fengið 44 stig frá bekknum og enn komu Þórsararnir þar við sögu en Akureyringar voru þá búnir að láta varamenn mótherja sinna skora á sig 170 stig í fyrstu fjórum leikjunum. Lærisveinar Hrafns Kristjánssonar hafa tekið sig á eftir það og varamenn mótherjanna hafa aðeins skorað 59 stig í síðustu fimm deildarleikjum þar af aðeins 13 stig í síðustu tveimur. ooj@frettabladid.is Mynd/Vilhelm Stig frá bekk í Iceland Express deild karla: 1. KR 267 (20,5 í leik) 2. Keflavík 236 (18,2) 3. Njarðvík 211 (16,2) 4. Grindavík 195 (15,0) 5. ÍR 164 (12,6) 6. Fjölnir 163 (12,5) 7. Snæfell 160 (12,3) 8. Stjarnan 158 (12,2) 9. Hamar 135 (10,4) 10. Þór Ak. 122 (9,4) 11. Tindastóll 85 (6,5) 12. Skallagrímur 81 (6,2) Fráköst frá bekk í Iceland Express deild karla: 1. KR 116 (8,9 í leik) 2. Keflavík 107 (8,2) 3. ÍR 82 (6,3) 4. Þór Ak. 80 (6,2) 4. Fjölnir 80 (6,2) 6. Stjarnan 79 (6,1) 7. Grindavík 78 (6,0) 8. Njarðvík 72 (5,5) 9. Snæfell 68 (5,2) 10. Hamar 44 (3,4) 11. Skallagrímur 42 (3,2) 12. Tindastóll 22 (1,7) Hæsta framlag frá bekk í Iceland Express deild karla: 1. KR 23,3 2. Keflavík 20,2 3. Njarðvík 18,8 4. Grindavík 16,0 5. ÍR 13,7 6. Fjölnir 12,0 7. Snæfell 11,3 8. Stjarnan 11,2 9. Þór Ak. 8,3 10. Skallagrímur 6,5 11. Hamar 6,2 12. Tindastóll 3,7 Flestar mínútur frá bekk í Iceland Express deild karla: 1. Keflavík 623 (47,9 í leik) 2. KR 620 (47,7) 3. Fjölnir 592 (45,5) 4. Njarðvík 566 (43,5) 5. Snæfell 556 (42,8) 6. Stjarnan 538 (41,4) 7. ÍR 534 (41,1) 8. Þór Ak. 530 (40,8) 9. Grindavík 527 (40,5) 10. Hamar 416 (32,0) 11. Skallagrímur 383 (29,5) 12. Tindastóll 343 (26,4) Varamannabekkir á toppnum Flest sóknarfráköst Keflavík, 44 Flestar þriggja stiga körfur KR, 30 Flest fengin víti Keflavík, 87 Flestar stoðsendingar Keflavík, 66 Flestir stolnir boltar Keflavík, 40 Flest varin skot Njarðvík, 17 Flestar villur KR, 107 Besta skotnýting Njarðvík 44,9% Besta vítanýting Stjarnan, 85,2% Besta 3ja stiga skotnýting Njarðvík 39,7% Varamannabekkir á botninum Fæst sóknarfráköst Tindastóll, 7 Fætar þriggja stiga körfur Tindastóll, 5 Fæst fengin víti Skallagrímur, 14 Fæstar stoðsendingar Hamar, Tindastóll 12 Fæstir stolnir boltar Hamar, Tindastóll 12 Fæst varin skot Snæfell, Þór, Tindastóll 2 Fæstar villur Hamar 36 Versta skotnýting Þór Ak. 33,1% Versta vítanýting Skallagrímur, 28,6% Versta 3ja stiga skotnýting Tindastóll, 15,6% Dominos-deild karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Leik lokið: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Sjá meira
Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, hefur fengið 267 stig og 116 fráköst frá varamönnum í vetur. Varamenn KR skoruðu 62 stigum fleira en varamenn Hamars og Grindavíkur í eins stigs sigrum KR. Íslandsmeistarar KR-inga hafa verið með hæsta framlagið frá bekknum af öllum liðum Iceland Express deild karla en níu umferðir eru búnar af deildinni í vetur. KR hefur fengið flest stig (20,5) og flest fráköst (8,9 í leik) frá varamönnum sínum og þá hafa varmenn liðsins skilaði flestum framlagsstigum í leik. Besta dæmið um mikilvægi varamannabekksins fyrir KR-liðið hefur komið í tveimur síðustu leikjum, sem KR hefur unnið báða með aðeins einu stigi. Sá fyrri var í deildinni í Hveragerði 2. desember þar sem KR var fimmtán stigum undir, 33-18, eftir fyrsta leikhluta. Benedikt Guðmundsson fékk 26 stig frá varamönnum sínum í öðrum leikhluta sem KR vann 36-15 og kom sér aftur inn í leikinn, KR vann á endanum 91-90 og það var varamaðurinn Darri Hilmarsson sem skoraði síðustu þrjú stig liðsins þar af sigurstigið á vítalínunni sex sekúndum fyrir leikslok. Varamenn KR enduðu með 39 stig gegn aðeins 5 stigum hjá varamönnum KR. Sá seinni var í 16 liða úrslitum bikarsins gegn Grindavík á sunnudagskvöldið. KR var komið sex stigum undir þegar sex mínútur eftir en tveir þristar frá varamanninum Brynjari Þór Björnssyni og fjögur stig frá Fannari Ólafssyni spiluðu lykilihlutverk í að landa sigrinum en Fannar skoraði sigurkörfuna átta sekúndum fyrir leikslok. KR vann leikinn 104-103 og varamenn liðsins unnu baráttuna við bekk Grindvíkinga með miklum yfirburðum 37-9. Það er margt sameiginlegt með þessum leikjum. Í þeim báðum kemur varamaður sjóðheitur inn í annan leikhluta, Brynjar skoraði 18 stig í 2. leikhluta í Hveragerði og Darri skoraði 13 stig í 2. leikhluta gegn Grindavík. Í báðum leikjum eru það síðan varamenn sem tryggja sigurinn á lokasekúndum leiksins og þegar heildarstigaskor af bekknum er skoðað kemur í ljós að varamenn KR skoruðu 76 stig gegn 14 í þessum tveimur naumu sigrum. Þegar tölfræði er skoðuð yfir flest stig varamanna liðs í einum leik kemur í ljós að KR-ingar eiga þrjá af sex bestu leikjunum í vetur en ekki þó tvo þá hæstu. ÍR-ingar fengu 45 stig frá bekknum í fyrsta leik gegn Þór á Akureyri og Keflvíkingar fengu 45 stig frá bekknum gegn sama Þórsliði fimmtán dögum síðar. KR-ingar hafa mest fengið 44 stig frá bekknum og enn komu Þórsararnir þar við sögu en Akureyringar voru þá búnir að láta varamenn mótherja sinna skora á sig 170 stig í fyrstu fjórum leikjunum. Lærisveinar Hrafns Kristjánssonar hafa tekið sig á eftir það og varamenn mótherjanna hafa aðeins skorað 59 stig í síðustu fimm deildarleikjum þar af aðeins 13 stig í síðustu tveimur. ooj@frettabladid.is Mynd/Vilhelm Stig frá bekk í Iceland Express deild karla: 1. KR 267 (20,5 í leik) 2. Keflavík 236 (18,2) 3. Njarðvík 211 (16,2) 4. Grindavík 195 (15,0) 5. ÍR 164 (12,6) 6. Fjölnir 163 (12,5) 7. Snæfell 160 (12,3) 8. Stjarnan 158 (12,2) 9. Hamar 135 (10,4) 10. Þór Ak. 122 (9,4) 11. Tindastóll 85 (6,5) 12. Skallagrímur 81 (6,2) Fráköst frá bekk í Iceland Express deild karla: 1. KR 116 (8,9 í leik) 2. Keflavík 107 (8,2) 3. ÍR 82 (6,3) 4. Þór Ak. 80 (6,2) 4. Fjölnir 80 (6,2) 6. Stjarnan 79 (6,1) 7. Grindavík 78 (6,0) 8. Njarðvík 72 (5,5) 9. Snæfell 68 (5,2) 10. Hamar 44 (3,4) 11. Skallagrímur 42 (3,2) 12. Tindastóll 22 (1,7) Hæsta framlag frá bekk í Iceland Express deild karla: 1. KR 23,3 2. Keflavík 20,2 3. Njarðvík 18,8 4. Grindavík 16,0 5. ÍR 13,7 6. Fjölnir 12,0 7. Snæfell 11,3 8. Stjarnan 11,2 9. Þór Ak. 8,3 10. Skallagrímur 6,5 11. Hamar 6,2 12. Tindastóll 3,7 Flestar mínútur frá bekk í Iceland Express deild karla: 1. Keflavík 623 (47,9 í leik) 2. KR 620 (47,7) 3. Fjölnir 592 (45,5) 4. Njarðvík 566 (43,5) 5. Snæfell 556 (42,8) 6. Stjarnan 538 (41,4) 7. ÍR 534 (41,1) 8. Þór Ak. 530 (40,8) 9. Grindavík 527 (40,5) 10. Hamar 416 (32,0) 11. Skallagrímur 383 (29,5) 12. Tindastóll 343 (26,4) Varamannabekkir á toppnum Flest sóknarfráköst Keflavík, 44 Flestar þriggja stiga körfur KR, 30 Flest fengin víti Keflavík, 87 Flestar stoðsendingar Keflavík, 66 Flestir stolnir boltar Keflavík, 40 Flest varin skot Njarðvík, 17 Flestar villur KR, 107 Besta skotnýting Njarðvík 44,9% Besta vítanýting Stjarnan, 85,2% Besta 3ja stiga skotnýting Njarðvík 39,7% Varamannabekkir á botninum Fæst sóknarfráköst Tindastóll, 7 Fætar þriggja stiga körfur Tindastóll, 5 Fæst fengin víti Skallagrímur, 14 Fæstar stoðsendingar Hamar, Tindastóll 12 Fæstir stolnir boltar Hamar, Tindastóll 12 Fæst varin skot Snæfell, Þór, Tindastóll 2 Fæstar villur Hamar 36 Versta skotnýting Þór Ak. 33,1% Versta vítanýting Skallagrímur, 28,6% Versta 3ja stiga skotnýting Tindastóll, 15,6%
Dominos-deild karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Leik lokið: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Sjá meira