Arenas kláraði Milwaukee 4. janúar 2007 04:45 Arenas skorar sigurkörfuna ótrúlegu gegn Milwaukee, einum þremur metrum fyrir aftan þriggja stiga línuna NordicPhotos/GettyImages Gilbert Arenas lét ekki axlarmeiðsli hafa áhrif á sig í nótt þegar hann skoraði ótrúlega sigurkörfu Washington Wizards í 108-105 sigri liðsins á Milwaukee. Arenas fékk boltann þegar sex sekúndur lifðu leiks og skoraði sigurkörfuna nokkrum metrum fyrir utan þriggja stiga línuna. Arenas er sannarlega einn skrautlegasti leikmaður deildarinnar og á það til að hrópa ýmis slagorð um leið og hann sleppir boltanum í skotum sínum. Hann þurfti ekki á neinu slíku að halda í nótt þegar hann skaut Milwaukee í kaf. "Þeir segja að Gilbert Arenas sé samviskulaus skytta og þetta undirstrikaði það svo sannarlega," sagði Charlie Bell hjá Milwaukee sem reyndi sitt besta til að verjast ótrúlegu skoti Arenas um leið og leiktíminn rann út í Washington. "Mér datt ekki annað í hug en að hann færi einu eða tveimur skrefum nær körfunni áður en hann tæki skotið." Arenas gengur hér vígalegur af velli eftir sigurkörfuna og til hægri á myndinni má sjá Michael Redd hjá Milwaukee glottaf af öllu samanNordicPhotos/GettyImages Michael Redd hjá Milwaukee, sem sjálfur er frábær skytta, gat ekki annað en glott eftir að Arenas gerði út um leikinn. "Auðvitað er maður svekktur að tapa á svona skoti, en maður verður að taka ofan fyrir Arenas - þetta var ótrúlegt skot," sagði Redd. Það vakti athygli að Arenas sneri sér strax við og gekk til búningsherbergja þegar hann sleppti skotinu - rétt eins og hann vissi að það myndi hitta. "Ég þurfti ekki að kalla neitt í þetta sinn - ég vissi að það færi niður," sagði Arenas, sem er að undirbúa 25 ára afmælisveislu sína þar sem sjálfur P. Diddy verður veislustjóri og allir helstu rapparar heimsins verða viðstaddir.Arenas var stigahæstur í liði Washington með 32 stig en hirti auk þess 11 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Caron Butler var líka frábær og skoraði 29 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 7 fráköst. Michael Redd skoraði 27 stig fyrir Milwaukee og Mo Williams skoraði 24 stig. NBA Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Sjá meira
Gilbert Arenas lét ekki axlarmeiðsli hafa áhrif á sig í nótt þegar hann skoraði ótrúlega sigurkörfu Washington Wizards í 108-105 sigri liðsins á Milwaukee. Arenas fékk boltann þegar sex sekúndur lifðu leiks og skoraði sigurkörfuna nokkrum metrum fyrir utan þriggja stiga línuna. Arenas er sannarlega einn skrautlegasti leikmaður deildarinnar og á það til að hrópa ýmis slagorð um leið og hann sleppir boltanum í skotum sínum. Hann þurfti ekki á neinu slíku að halda í nótt þegar hann skaut Milwaukee í kaf. "Þeir segja að Gilbert Arenas sé samviskulaus skytta og þetta undirstrikaði það svo sannarlega," sagði Charlie Bell hjá Milwaukee sem reyndi sitt besta til að verjast ótrúlegu skoti Arenas um leið og leiktíminn rann út í Washington. "Mér datt ekki annað í hug en að hann færi einu eða tveimur skrefum nær körfunni áður en hann tæki skotið." Arenas gengur hér vígalegur af velli eftir sigurkörfuna og til hægri á myndinni má sjá Michael Redd hjá Milwaukee glottaf af öllu samanNordicPhotos/GettyImages Michael Redd hjá Milwaukee, sem sjálfur er frábær skytta, gat ekki annað en glott eftir að Arenas gerði út um leikinn. "Auðvitað er maður svekktur að tapa á svona skoti, en maður verður að taka ofan fyrir Arenas - þetta var ótrúlegt skot," sagði Redd. Það vakti athygli að Arenas sneri sér strax við og gekk til búningsherbergja þegar hann sleppti skotinu - rétt eins og hann vissi að það myndi hitta. "Ég þurfti ekki að kalla neitt í þetta sinn - ég vissi að það færi niður," sagði Arenas, sem er að undirbúa 25 ára afmælisveislu sína þar sem sjálfur P. Diddy verður veislustjóri og allir helstu rapparar heimsins verða viðstaddir.Arenas var stigahæstur í liði Washington með 32 stig en hirti auk þess 11 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Caron Butler var líka frábær og skoraði 29 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 7 fráköst. Michael Redd skoraði 27 stig fyrir Milwaukee og Mo Williams skoraði 24 stig.
NBA Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Sjá meira