Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld þegar Snæfell tekur á móti KR í Stykkishólmi. Þá mætast grannarnir Hamar/Selfoss og Þór í Hveragerði, Njarðvík tekur á móti ÍR og Tindastóll mætir Haukum á Sauðárkróki. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15
