Í kvöld var dregið í undanúrslit bikarkeppninnar í körfubolta. Bikarmeistarar Grindavíkur í karlaflokki mæta þá ÍR og Hamar/Selfoss fær heimaleik gegn Keflavík. Í kvennaflokki mætast annarsvegar Keflavík og Hamar og hinsvegar Grindavík og Haukar. Leikirnir fara fram í lok mánaðarins.