Legígræðsla undirbúin 17. janúar 2007 19:15 Hópur lækna í New York undirbýr nú það vandaverk að græða leg úr látinni konu í aðra lifandi. Tækist það gæti legþeginn mögulega alið barn. Einu sinni áður hefur verið reynt að græða leg í konu og það var í Sádí-Arabíu árið 2000. Legið í því tilviki kom úr lifandi konu. Líkami þegans hafnaði leginu þremur dögum eftir ígræðslu. Takist læknunum í New York ætlunarverk sitt mun það færa fjölmörgum konum víða um heim von um að ala barn þrátt fyrir að hafa misst legið. Giuseppe Del Priore er skurðlæknir sem kemur að verkefninu. Hann segir það reynslu sínar að margar konur hafi misst fósturlegið vegna krabbameinsmeðferðar. Fjölmargar konur á barnseignaraldri hafi víða um heim greinst með krabbamein í leghálsi sem sé nærri allta meðhöndlað á þann hátt að legið er fjarlægt eða þá að öðrum ráðum er beitt sem koma í veg fyrir að þessar konur geti alið barn. Græða þarf legið í þegann innan 12 tíma frá því að það er fjarlægt úr látinni konu. Gengi ígræðslan upp yrði frosnum fósturvísi, sem hefði verið tekinn áður úr líkama legþegans, komið fyrir í nýja leginu. Barnið yrði síðan tekið með keisaraskurði og legið síðan fjarlægt til að minnka hættu á að því verði hafnað eftir meðgönguna. Del Priore leggur áherslu á að fyrstu ígræðslunni myndi fylgja töluverð áhætta. Ekki eigi að taka þessu sem léttu læknisverki. Þeir sem komi að þessu verki hafi varið tíu árum og tugþúsund klukkustunda til að tryggja að aðgerðin verði eins örugg og hægt sé. Sú kona sem á endanum gangist fyrst undir ígræðslu þurfi að vera meðvituð um hættuna. Meðal þess sem huga þarf að er sú hætta að líkami þega hafni legi eftir að meðganga er hafin. Þrátt fyrir það hafa fjölmargar konur hafa samband við sjúkrahúsið þar sem aðgerðin yrði framkvæmd og eru á bilinu 40 til 50 þeirra nú í rannsóknum til að meta hverjar þeirra komi til greina. Erlent Fréttir Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Sjá meira
Hópur lækna í New York undirbýr nú það vandaverk að græða leg úr látinni konu í aðra lifandi. Tækist það gæti legþeginn mögulega alið barn. Einu sinni áður hefur verið reynt að græða leg í konu og það var í Sádí-Arabíu árið 2000. Legið í því tilviki kom úr lifandi konu. Líkami þegans hafnaði leginu þremur dögum eftir ígræðslu. Takist læknunum í New York ætlunarverk sitt mun það færa fjölmörgum konum víða um heim von um að ala barn þrátt fyrir að hafa misst legið. Giuseppe Del Priore er skurðlæknir sem kemur að verkefninu. Hann segir það reynslu sínar að margar konur hafi misst fósturlegið vegna krabbameinsmeðferðar. Fjölmargar konur á barnseignaraldri hafi víða um heim greinst með krabbamein í leghálsi sem sé nærri allta meðhöndlað á þann hátt að legið er fjarlægt eða þá að öðrum ráðum er beitt sem koma í veg fyrir að þessar konur geti alið barn. Græða þarf legið í þegann innan 12 tíma frá því að það er fjarlægt úr látinni konu. Gengi ígræðslan upp yrði frosnum fósturvísi, sem hefði verið tekinn áður úr líkama legþegans, komið fyrir í nýja leginu. Barnið yrði síðan tekið með keisaraskurði og legið síðan fjarlægt til að minnka hættu á að því verði hafnað eftir meðgönguna. Del Priore leggur áherslu á að fyrstu ígræðslunni myndi fylgja töluverð áhætta. Ekki eigi að taka þessu sem léttu læknisverki. Þeir sem komi að þessu verki hafi varið tíu árum og tugþúsund klukkustunda til að tryggja að aðgerðin verði eins örugg og hægt sé. Sú kona sem á endanum gangist fyrst undir ígræðslu þurfi að vera meðvituð um hættuna. Meðal þess sem huga þarf að er sú hætta að líkami þega hafni legi eftir að meðganga er hafin. Þrátt fyrir það hafa fjölmargar konur hafa samband við sjúkrahúsið þar sem aðgerðin yrði framkvæmd og eru á bilinu 40 til 50 þeirra nú í rannsóknum til að meta hverjar þeirra komi til greina.
Erlent Fréttir Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Sjá meira