KR og Njarðvík sitja enn í toppsætum úrvalsdeildar karla í körfubolta eftir leiki kvöldsins. KR vann góðan sigur á Keflavík 93-82 í vesturbænum í kvöld og Njarðvík lagði Skallagrím á heimavelli 95-91. Snæfell lagði Fjölni í Grafarvogi 87-84 og ÍR lagði Hamar 99-76.
KR og Njarðvík hafa 22 stig á toppi deildarinnar, Snæfell hefur 20 stig og Skallagrímur hefur 18 stig í fjórða sætinu.
Stig KR: Tyson Patterson 25 (10 stoðs.), Jeremiah Sola 22 (11 frák.), Fannar Ólafsson 13, Brynjar Þór Björnsson 9, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 7, Skarphéðinn Freyr Ingason 5, Edmund Azemi 5, Steinar Kaldal 5, Darri Hilmarsson 2.
Stig Keflavíkur: Magnús Þór Gunnarsson 24, Ismail Mohammad 16 (9 frák.), Arnar Freyr Jónsson 12, Jón Nordal Hafsteinsson 10 (5 stoðs.), Sebasian Hermanier 10 (9 frák.), Sverrir Þór Sverrisson 6, Halldór Halldórsson 2, Gunnar Einarsson 2.
KR og Njarðvík áfram á toppnum

Mest lesið







Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn



Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni
Íslenski boltinn