Boðað til stjórnarfundar eftir Kompás 22. janúar 2007 18:30 Boðað hefur verið til stjórnarfundar á Vernd vegna umfjöllunar Kompáss um dæmdan barnaníðing, þar sem ræða á hvort krafist verði endurskoðunar á hverjir fái að ljúka þar afplánun. Íbúar hverfisins eru órólegir vegna málsins og því að barnaníðingar geti tekið út hluta refsingar sinnar í hverfinu.Kompás fjallaði í gær um dæmdan barnaníðing, Ágúst Magnússon, sem árið 2004 var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að níðast á sex drengjum. Ágúst var kominn á Vernd til að ljúka afplánun sinni og hafði þar tölvur og nettengingu. Á meðan hann var þar var hann búinn að setja sig í samband við börn í kynferðislegum tilgangi og gekk hann svo langt að mæta í íbúð þar sem hann taldi sig finna þrettán ára stúlku. Hverjir fái að ljúka afplánun á Vernd er metið í hverji tilviki fyrir sig segir Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri. Hann segir ekkert hafa bent til þess að Ágúst gæti ekki dvalið á Vernd. Hann hafi uppfyllt öll skilyrði. Valtýr segir Ágúst hafa farið í 21 sálfræðitíma áður en dómur féll og svo hefur hann farið í fimmtíu slíka í refsivistinni og í þeim var hann farinn að skilja alvarleika brotanna. En hann segir að út frá nýjustu upplýsingum þurfi að fara vandlega yfir allt málið í heild.Valtýr segir málið muni hafa áhrif á möguleika Ágústs um að fá að fara aftur á Vernd því bíða þurfi niðurstöðu lögreglurannsóknar. Eins hefur það áhrif á möguleika á reynslulausn sem Ágúst hefði getað sótt um í maí. Valtýr segir sér hafa verið brugðið við þáttinn.Þráinn Farestsveit, framkvæmdastjóri Verndar, segir íbúa hafa haft samband í dag vegna málsins og mun stjórn Verndar koma saman á morgun. Þar á að ræða hvort þeir ætli að beita sér fyrir því reglum um hverjir fái vistun verði breytt.Lögreglan hefur lagt hald á tvær tölvur og harða diska í eigu Ágústs og er grunur um að þar finnist ólöglegt efni. Umfjöllun Kompáss var víða rædd í dag og var Alþingi þar engin undantekning. Fréttir Innlent Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Sjá meira
Boðað hefur verið til stjórnarfundar á Vernd vegna umfjöllunar Kompáss um dæmdan barnaníðing, þar sem ræða á hvort krafist verði endurskoðunar á hverjir fái að ljúka þar afplánun. Íbúar hverfisins eru órólegir vegna málsins og því að barnaníðingar geti tekið út hluta refsingar sinnar í hverfinu.Kompás fjallaði í gær um dæmdan barnaníðing, Ágúst Magnússon, sem árið 2004 var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að níðast á sex drengjum. Ágúst var kominn á Vernd til að ljúka afplánun sinni og hafði þar tölvur og nettengingu. Á meðan hann var þar var hann búinn að setja sig í samband við börn í kynferðislegum tilgangi og gekk hann svo langt að mæta í íbúð þar sem hann taldi sig finna þrettán ára stúlku. Hverjir fái að ljúka afplánun á Vernd er metið í hverji tilviki fyrir sig segir Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri. Hann segir ekkert hafa bent til þess að Ágúst gæti ekki dvalið á Vernd. Hann hafi uppfyllt öll skilyrði. Valtýr segir Ágúst hafa farið í 21 sálfræðitíma áður en dómur féll og svo hefur hann farið í fimmtíu slíka í refsivistinni og í þeim var hann farinn að skilja alvarleika brotanna. En hann segir að út frá nýjustu upplýsingum þurfi að fara vandlega yfir allt málið í heild.Valtýr segir málið muni hafa áhrif á möguleika Ágústs um að fá að fara aftur á Vernd því bíða þurfi niðurstöðu lögreglurannsóknar. Eins hefur það áhrif á möguleika á reynslulausn sem Ágúst hefði getað sótt um í maí. Valtýr segir sér hafa verið brugðið við þáttinn.Þráinn Farestsveit, framkvæmdastjóri Verndar, segir íbúa hafa haft samband í dag vegna málsins og mun stjórn Verndar koma saman á morgun. Þar á að ræða hvort þeir ætli að beita sér fyrir því reglum um hverjir fái vistun verði breytt.Lögreglan hefur lagt hald á tvær tölvur og harða diska í eigu Ágústs og er grunur um að þar finnist ólöglegt efni. Umfjöllun Kompáss var víða rædd í dag og var Alþingi þar engin undantekning.
Fréttir Innlent Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent