Boðað til stjórnarfundar eftir Kompás 22. janúar 2007 18:30 Boðað hefur verið til stjórnarfundar á Vernd vegna umfjöllunar Kompáss um dæmdan barnaníðing, þar sem ræða á hvort krafist verði endurskoðunar á hverjir fái að ljúka þar afplánun. Íbúar hverfisins eru órólegir vegna málsins og því að barnaníðingar geti tekið út hluta refsingar sinnar í hverfinu.Kompás fjallaði í gær um dæmdan barnaníðing, Ágúst Magnússon, sem árið 2004 var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að níðast á sex drengjum. Ágúst var kominn á Vernd til að ljúka afplánun sinni og hafði þar tölvur og nettengingu. Á meðan hann var þar var hann búinn að setja sig í samband við börn í kynferðislegum tilgangi og gekk hann svo langt að mæta í íbúð þar sem hann taldi sig finna þrettán ára stúlku. Hverjir fái að ljúka afplánun á Vernd er metið í hverji tilviki fyrir sig segir Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri. Hann segir ekkert hafa bent til þess að Ágúst gæti ekki dvalið á Vernd. Hann hafi uppfyllt öll skilyrði. Valtýr segir Ágúst hafa farið í 21 sálfræðitíma áður en dómur féll og svo hefur hann farið í fimmtíu slíka í refsivistinni og í þeim var hann farinn að skilja alvarleika brotanna. En hann segir að út frá nýjustu upplýsingum þurfi að fara vandlega yfir allt málið í heild.Valtýr segir málið muni hafa áhrif á möguleika Ágústs um að fá að fara aftur á Vernd því bíða þurfi niðurstöðu lögreglurannsóknar. Eins hefur það áhrif á möguleika á reynslulausn sem Ágúst hefði getað sótt um í maí. Valtýr segir sér hafa verið brugðið við þáttinn.Þráinn Farestsveit, framkvæmdastjóri Verndar, segir íbúa hafa haft samband í dag vegna málsins og mun stjórn Verndar koma saman á morgun. Þar á að ræða hvort þeir ætli að beita sér fyrir því reglum um hverjir fái vistun verði breytt.Lögreglan hefur lagt hald á tvær tölvur og harða diska í eigu Ágústs og er grunur um að þar finnist ólöglegt efni. Umfjöllun Kompáss var víða rædd í dag og var Alþingi þar engin undantekning. Fréttir Innlent Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Boðað hefur verið til stjórnarfundar á Vernd vegna umfjöllunar Kompáss um dæmdan barnaníðing, þar sem ræða á hvort krafist verði endurskoðunar á hverjir fái að ljúka þar afplánun. Íbúar hverfisins eru órólegir vegna málsins og því að barnaníðingar geti tekið út hluta refsingar sinnar í hverfinu.Kompás fjallaði í gær um dæmdan barnaníðing, Ágúst Magnússon, sem árið 2004 var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að níðast á sex drengjum. Ágúst var kominn á Vernd til að ljúka afplánun sinni og hafði þar tölvur og nettengingu. Á meðan hann var þar var hann búinn að setja sig í samband við börn í kynferðislegum tilgangi og gekk hann svo langt að mæta í íbúð þar sem hann taldi sig finna þrettán ára stúlku. Hverjir fái að ljúka afplánun á Vernd er metið í hverji tilviki fyrir sig segir Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri. Hann segir ekkert hafa bent til þess að Ágúst gæti ekki dvalið á Vernd. Hann hafi uppfyllt öll skilyrði. Valtýr segir Ágúst hafa farið í 21 sálfræðitíma áður en dómur féll og svo hefur hann farið í fimmtíu slíka í refsivistinni og í þeim var hann farinn að skilja alvarleika brotanna. En hann segir að út frá nýjustu upplýsingum þurfi að fara vandlega yfir allt málið í heild.Valtýr segir málið muni hafa áhrif á möguleika Ágústs um að fá að fara aftur á Vernd því bíða þurfi niðurstöðu lögreglurannsóknar. Eins hefur það áhrif á möguleika á reynslulausn sem Ágúst hefði getað sótt um í maí. Valtýr segir sér hafa verið brugðið við þáttinn.Þráinn Farestsveit, framkvæmdastjóri Verndar, segir íbúa hafa haft samband í dag vegna málsins og mun stjórn Verndar koma saman á morgun. Þar á að ræða hvort þeir ætli að beita sér fyrir því reglum um hverjir fái vistun verði breytt.Lögreglan hefur lagt hald á tvær tölvur og harða diska í eigu Ágústs og er grunur um að þar finnist ólöglegt efni. Umfjöllun Kompáss var víða rædd í dag og var Alþingi þar engin undantekning.
Fréttir Innlent Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira