Rússar, sem hafa hingað til verið á móti hugmyndinni um sjálfstætt Kosovo, gáfu til kynna í dag að þeir gætu samþykkt að það yrði sjálfsstjórnarsvæði innan Serbíu. Ein af tillögum Sameinuðu þjóðanna um Kosovo hefur lagt þann möguleika til. Í henni segir enn fremur að Kosovo reki eigin utanríkisstefnu og geti orðið aðili að alþjóðasamtökum í eigin nafni.
Martti Athisaari, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í Kosovo, samdi tillöguna en hana yrði að samþykkja hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna áður en hún tæki gildi. Í þessu fælist einnig að Kosovo fengi sérfána. Kosovo hefur verið undir stjórn Sameinuð þjóðanna síðan árið 1999 en þá sprengdi NATO heri Serba á brott frá Kosovo vegna ásakana um þjóðarmorð. Serbar eru á móti því að Kosovo fái sjálfstæði en íbúar Kosovo eru fylgjandi því.