Íraskur Hollendingur var í gær framseldur til Bandaríkjanna fyrir að leggja á ráðin um sprengjuárásir á bandaríska þegna í Írak. Lögfræðingar mannsins, Wesam al Delaema, sögðu að þeir óttuðust að hann yrði pyntaður í Bandaríkjunum og að hann fengi ekki sanngjörn réttarhöld.
Al Delaema sætir sex ákærum í Bandaríkjunum og þeirra alvarlegust er sú er varðar áfrom hans um árásir á bandaríkjamenn í Írak. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem að réttað er yfir hryðjuverkamanni vegna atburða í Írak.
Ef Al Delaema er fundinn sekur þá á hann yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi. Hann fæddist í Fallujah í Írak. Hann var síðar handtekinn af hollenskum yfirvöldum árið 2005 og tapaði áfrýjun sinni gegn framsalsskipuninni í lok síðasta árs.